Hefnd Jóhönnu afhjúpar sekt hennar

Endurreisn bankanna eftir hrun er æfing í blekkingum, undirferli og ógegnsæi. Einsdæmi í veraldarsögunni er að ríkisstjórn hagi málum þannig að fjármálastofnanir komist í eigu huldueigenda sem þurfa ekki að standa neinum reikningsskil gerða sinna. Stjórnarandstaðan krefst rannsóknar á endurreisn banka eftir hrun.

Krafan kemur við kaunin á Jóhönnu Sig. og ríkisstjórninni. Í morgun var sérstakt mál á dagskrá ríkisstjórnar, sem ætla mætti að hefði nóg á sinni könnu, um einkavæðingu bankanna 2001 - 2003.

Jóhanna Sig. hefur engan áhuga á sögulegum staðreyndum um klúður, lögleysu og spillingu við einkavæðingu bankanna. Hún ætlar að hefna sín á Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.

Æðruleysi og yfirvegum Jóhönnu Sig. verður ekki fulllofuð.


mbl.is Einkavæðing bankanna rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband