Stjórnmálamenn sviðsmynd á uppistandi

Reykvískir sveitarstjórnarmenn gerðu sig að sviðsmynd fyrir uppistand Jóns Gnarr og Besta flokksins. Niðurlæging Dags B., Hönnu Birnu og Sóleyju T. er afleiðing upplausnar í stjórnmálum sem starfandi stjórnmálaflokkar bera ábyrgð á.

Kjósendur veittu Besta flokknum brautargengi vegna þess að heiðarlegt grín var betri kostur en dæmigerður óheiðarleiki flokkastjórnmálanna. 

Starfandi stjórnmálaflokkar fá tæpan hálfan milljarð króna beint úr ríkiskassanum. Það hlýtur að vera hægt að fá ódýrari sviðsmynd.


mbl.is Meira ímyndunarafl en rökhugsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband