Ríkisrök Íslands

Ríki eru bundin rökum hvers rætur liggja í landfræðilegum, sögulegum og menningarlegum aðstæðum. Ríkisrök skilgreina kjarnahagsmuni ríkja og sjálfsmynd þeirra.  Stjórnvald sem brýtur gegn ríkisrökum er komið á leiðarenda. Finnsk stjórnvöld brytu gegn ríkisrökum Finnlands með því að bjóða Rússum herstöðvar; sænsk með þátttöku í hernaðarbandalagi; írsk með því að taka enska pundið sem gjaldmiðil og svo má áfram telja.

Stórir atburður breyta ríkisrökum. Heimsstyrjaldirnar tvær, sem farið er að nefna seinni 30 ára stríðið, breyttu ríkisrökum Þýskalands. Það sem áður hét lífsrými með þýsku forræði varð að evrópuhugsjón með  þýsku fjármagni.

Ríkisrök Íslands eru þau að forræði eigin mála er forsenda fyrir lífvænlegu samfélagi. Frá miðri 13. öld og fram á síðustu öld var forræði íslenskra mála í útlöndum. Ísland var hjálenda með tilheyrandi eymd í 650 ár og varð ekki þjóð meðal þjóð fyrr en Íslendingar tóku við forræði eigin mála.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. þverbraut ríkisrök Íslands með því að senda til Brussel umsókn um aðild að Evrópusambandinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband