Þingsályktunin um afturköllun ESB-umsóknar

Búið er að dreifa þingsályktun um afturköllun umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Flutningsmenn tillögunnar koma frá öllum flokkum á þingi nema Samfylkingunni. Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Ásmundur Einar Daðason VG, Gunnar Bragi Sveinsson Framsóknarflokki og Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni eru skrifuð fyrir tillögunni.

Niðurlag greinargerðar með þingsályktuninni er eftirfarandi:

Mikilvægt er að nýta krafta stjórnsýslunnar og fjármagn ríkisins til þeirra brýnu verkefna sem fyrir liggja í kjölfar bankahrunsins. Að halda áfram aðildarferlinu þegar bersýnilegt er að hugur fylgir ekki máli er slæmt fyrir orðspor Íslands á alþjóðavettvangi.
    Íslandi og Evrópusambandinu er lítill greiði gerður með því að íslensk stjórnvöld efni til aðildarviðræðna á þeim hæpnum forsendum sem hér hafa verið raktar. Fyrirsjáanlegt er að aðildarsamningur verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu og mun sú niðurstaða ekki auka velvilja í garð Íslendinga hjá aðildarþjóðum Evrópusambandsins.
    Af öllu framangreindu er ljóst að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er ótímabær og því hníga öll rök að því að draga hana til baka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Vonandi verður þessi þingsályktunartillaga samþykkt, svo að við getum hér "einhent" okkur í viðreisnina í stað þess að stökkva um borð í Titanic!

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.6.2010 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband