Evru-lönd með 10,1 % atvinnuleysi

Þau 16 lönd ESB-svæðisins sem hafa evru sem gjaldmiðil eru með 10,1 prósent atvinnuleysi. Ríkin 27 sem mynda Evrópusambandið mælast með 9,7 prósent atvinnuleysi. Meðaltalið felur miklar öfgar, í Hollandi er atvinnuleysi undir fimm prósent en um 20 prósent á Spáni.

Ríki vestan við okkur, Bandaríkin og Kanada, standa sig betur og búa við 8 prósent atvinnuleysi.

Evrópusambandið leggur ekki mikið upp úr baráttu gegn atvinnuleysi nú um stundir. Aðalverkefnið er að verja myntsvæðið og forða Grikkjum og Spánverjum frá gjaldþroti.


mbl.is Atvinnuleysi að meðaltali 8,7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í raun og veru segja svona meðaltalstölur okkur EKKI NEITT.  Það er hægt að segja um mann, sem er með aðra löppina í fötu með ísvatni og hina í fötu með sjóðandi vatni, að hann hafi það bara að meðaltali nokkuð gott............  

Jóhann Elíasson, 14.6.2010 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband