Terrortaktík Jóns Ásgeirs virkar

Jón Ásgeir Baugsstjóri skrifaði Steingrími J. fjármálaráðherra opinbert bréf þar sem hann biðst undan ávirðingum frá stjórnmálamönnum. Steingrímur J. kiknar í hnjánum og heykist á því að hafa skoðun á málefnum samtímans. Stjórnmálamenn sem ekki hafa skoðun eru einskins nýtir.

Hann hafi verið tiltölulega hófstilltur í viðbrögðum sínum og telji sig ekki þurfa að taka neitt til baka í þeim efnum. „Ég sagði að mig undraði að sjá það sem glitti í, í þessum póstum, en það getur bara hver lesið fyrir sig og best að hver og einn geri það og myndi sér skoðun á því," segir Steingrímur.

Aumingjaháttur Steingríms J. verður aðeins skýrður með því að hann telji að yfirráð Jóns Ásgeirs yfir Baugsmiðlum veiti  siðferðilega sakaruppgjöf á þeim hlut sem Baugsstjórinn átti í hruninu.

Skammastu þín, Steingrímur J.


mbl.is Bakkar ekki með nein ummæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Jón Ásgeir er siðblindur glæpamaður og mun alltaf haga sér sem slíkur.  Sömu sögu er að segja um vini hans þá Hannös og Pálma.  Siðblinda, mikilmennskubrjálaði og hvíta duftið fara mjög illa saman.  Þeir kumpánar eru lifandi dæmi um það.

Guðmundur Pétursson, 10.4.2010 kl. 18:39

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Það virðist sem Steingrímur sé hræddur við Jón Ásgeir og co

Guðmundur Júlíusson, 10.4.2010 kl. 18:52

3 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Það ætti að setja þennan strák í poka og hengja upp á fáförmum stað og láta hanga í svona sólarhring.Gamlar sagnir herma að þetta svínvirki á allar manngerðir,þeir koma út nýir og betri menn.

Þórarinn Baldursson, 10.4.2010 kl. 19:27

4 identicon

Flórmokstur í huga Steingríms J. er að skítahaugurinn ákveði sjálfur að koma sér úr flórnum.

Það er alltaf að koma betur og betur á daginn að endurreisnin snerist bara um skipti á pólitískum valdastólum.

Ekki skal styggja sjálftökumennina.

TH (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 20:21

5 identicon

Þú ert meira en hlægilegur, Páll. Stendur ekki skýrt að hann "bakka ekki með nein ummæli"? Þú ert líklegur greindur, en gáfaður ertu ekki. En svona er það oft með hatursfólki. Eltast við tálsýn haturins.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 21:13

6 identicon

Stjórnin er dauðhrædd við Jón Ásgeir & Co.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 21:19

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Voru þessi skrif JÁJ til SJ ekki hótun? Það vantaði bara skottið "OR ELSE".

Kolbrún Hilmars, 10.4.2010 kl. 21:57

8 identicon

....eða broskallinn :)

Baldur (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 22:08

9 Smámynd: Skúli Víkingsson

Athugum hver það er sem hótar Steingrími. Baugsveldið hefur fengið amk. tvennt eftir hrun sem engin skýring hefur fengizt á. eða amk. alveg að fá þa. Eiginkona Jóns Ásgeirs kom með hlutafé í 365 miðla og tryggði yfirráð velsisins yfir þessum fjölmiðlum áfram. Bankinn AriJón ætlar að tryggja áframhaldandi yfirráð Baugsveldisins yfir Högum. Hvor tveggja þessara aðgerða er með öllu óskiljanleg, nema stjórnendur viðkomandi banka séu í sömu stöðu og Lárus Welding var fyrir hrun og frægt er orðið. Það skyldi nú vera að Baugsveldið sé búið að tryggja ítök sín í hinum endurreistu bönkum? Enginn virðist vita hver á þá, nema etv. strjórnendur þeirra sem hlýða undanbragðalaust,

Skúli Víkingsson, 10.4.2010 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband