Stjórnmál og dómsmál

Hrunið varð ekki í dómsal, hvorki hér né erlendis. Hrunið varð vegna þess að íslenskir fjárglæframenn settu banka, lífeyrissjóði og almannahag að veði fyrir útrásinni. Veðmálið tapaðist ekki á heimavelli heldur á vettvangi alþjóðaviðskipta þar sem íslensku bankarnir fengu ekki lán. Svo að notað sé orðalag útrásarmanna; ,,lánalínur lokuðust."

Fíflin sem enn eru undir áhrifum útrásarinnar, til dæmis Steingrímur J., tala um að niðurstaða fáist í dómssal. Eðjót af þessu tagi eru ekki hluti af íslenskum veruleika. Hrunið verður ekki afgreitt með réttarúrræðum

Búsáhaldabyltingin fleytti Steingrími J. og gráhærðu vinkonu hans í stjórabráðið. Vinkonan er komin á aldur og fer bráðum á 95-ára regluna. Steingrímur J. ætlar sér ábyggilega framtíð í íslenskum stjórnmálum.

Jarðfræðingurinn með BA-próf úr Háskóla Íslands ætti að hafa í huga að stjórnmál eru mest stunduð utan dómsstóla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll Vilhjálmsson.

Auðvitað kemur þú ekkert á óvart núna frekar en með öðrum skrifum !

Það voru íslenskir pólitíkusar sem sköpuðu hrunið !

Það voru vinir þínir í framsóknarflokknum og sjálfstæðisflokknum, með hjálp manna eins og flokksdindla inn í fjármálakerfinu !

Segðu okkur frá hvaða verk Pétur Blöndal og Vilhjálmur Egilsson unnu inn á alþingi vegna þessara mála ???

JR (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 22:33

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Samkvæmt því sem ég kemst næst er Steingrímur J. jarðfræðistúdent með fyrrihlutapróf. Það er ekki hægt að titla hann jarðfræðing frekar en Guðríði Arnardóttur í Kópavogi. En þetta skiptir sosum engu því að svona lið telur Íslendingurinn fullfært til að stjórna öllum öðrum. Að hugsa sér ?

Halldór Jónsson, 10.4.2010 kl. 23:22

3 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Hvað ert þú að fara jr? sem þorir ekki að setja nafnið þitt við það se þú skrifar.Afhverju talar þú svona eins og það hafi bara verið stjórnmálamenn,sem ollu hruninu.Og þú ert með svona tón eins og kratadindlarnir sem tala altaf eins og þeir hafi hvergi komið nærri.

Þórarinn Baldursson, 10.4.2010 kl. 23:50

4 identicon

,,Hvað ert þú að fara jr?"  ,,... það hafi bara verið stjórnmálamenn.."  segir Þórarinn Baldursson.

Veit ekkert um þig Þórarinn Baldursson, en þú ert að skrifa, og reyna að segja að ég hafi skrifað eitthvaðsem þú ferð rangt með !

Ef þú telur þig eitthvað meiri með því að skrifa undir fullu nafin, reynu þá að fara rétt með það sem ég skrifa !  Ég ætla ekki að leiðrétta fyrir aðra !

Þórarinn Baldursson , lestu bara aftur það sem ég skrifaði !

JR (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 00:08

5 identicon

JR.  Sýndu nú lágmarks kurteisi og gerðu þá grein fyrir því hvernig stjórnmálamenn skópu hrunið?  Hvað það nákvæmlega þýðir, og hvort meiningin er að þeirra er ábyrgðin og jafnvel öll?  Þá bara Sjálfstæðis og Framsóknarmenn?  Hverjir þá nákvæmlega?  Eru engir aðrir ábyrgir?  Stór orð gera þig ekki endilega stærri eða trúverðugri.  Sennilega þvert á móti.

Varðandi jarðfræðinginn Steingrím, þá segja mínar heimildir að hann hafi aldrei lokið náminu.  Sigli undir fölsku flaggi.  Eða prófskírteini.  En auðvitað gagnast námið ekki starfinu að neinu leiti.  Frekar en flugstjóra sem starfar við sorphirðu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 01:30

6 identicon

,, JR.  Sýndu nú lágmarks kurteisi og gerðu þá grein fyrir því hvernig stjórnmálamenn skópu hrunið? "  segir öfga sjálfstæðismaðurinn Guðmundur 2. Gunnarsson .

Vegna þess að ÉG veit það að ÞÚ ert svo nátengdur Valhöll ætla ég að þú fáir sérstaka meðhöndlun þar þega skýslan ,,YKKAR"  verður birt !

Jú, það var ,,YKKAR" maður sem skipaði flokksfélaga þína í nefnd til að segja þér um hvernig þið fóruð að !

JR (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 01:58

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Við JR vil ég segja þetta: Það eru hugleysingjar sem ekki þora að skrifa undir nafni! Þeir sem ekki þora að setja nafn sitt við það sem þeir skrifa ættu að sleppa öllum skrifum!

Gunnar Heiðarsson, 11.4.2010 kl. 09:44

8 identicon

JR.  Ég nákvæmlega ekki nein tengsl við Valhöll frekar en "flokkinn" né nokkurn flokk, einfaldlega vegna þess að það hugnast mér ekki að kjósa neinn þeirra, svo að "ÞÍN VITNESKJA" er ekki prumps virði, frekar en þá annað sem frá þér kemur.  Enda synd að segja að þar fari mikil viska saman við fúkyrðaflauminn, sem er þess eðlis að engin flokkur getur verið það alslæmur að hann eigi það skilið að hafa þig innanborðs.  Varðandi nafnleysið, þá endilega gerðu ættingjum þínum það að halda þig við það.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband