Menningarleg mishröðun vinstrimanna

Áhrifamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson fór fyrir þeim vinstrimönnum sem tóku andköf þegar forseti vísaði Icesave-frumvarpi til þjóðarinnar.

Forseti Íslands gæti komist í sögubækurnar fyrir annaðtveggja; að fella fyrstu hreinu vinstri stjórnina í sögu landsins, eða vera sá forseti í sögu lýðveldisins sem fyrstur þarf að segja af sér embætti.  

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður og fyrrum ráðherra Samfylkingar tók í sama streng og sagði slaginn standa á milli vinstristjórnar og forseta.

Þótt Þórunn sé of ung og Sigmundur Ernir of takmarkaður til að þekkja það á eigin skinni eru miðaldra vinstrimenn fangar orðræðu kaldastríðsins sem markaðist af tvennu. Í fyrsta lagi endalausum innbyrðisátökum og í öðru lagi takmörkuðum völdum sem fengin voru fyrir náð og miskunn Sjálfstæðisflokksins.       

Ríkisstjórn Jóhönnu átti að breyta þessu. Leitt er fyrir vinstrimenn að uppgötva að flokkar þeirra keppast við að gera tvennt sem liðnir vinstrimenn fyrirlitu; fjárhættuspil í anda Icesve og fórn fullveldis með ESB-umsókn.

Vinstripólitík á Íslandi birtist meðal annars í tillögu ríkisstjórnar Jóhönnu að setja lög til að Björgólfur Thor ,,Icesave" Björgólfsson fái tækifæri til að græða pínu meira á fávísum mörlöndum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Kr.

Þú hittir naglann á höfuðið.

Steinarr Kr. , 8.1.2010 kl. 21:07

2 Smámynd: Örn Ingólfsson

ÆÆÆ mikið eru einhverjir sárir út af sannleikanum! En ef að bloggarinn hefði hlustað á fréttir um að hverjir sömdu fyrst undir ICAVE ( Bak við tjöldin) þá ætti sá að vita betur að þetta er ekki þessari Ríkisstjórn að kenna heldur Glapræði fárra flokksgæðinga í vissum flokkum sem að réttu bankana á Silfurfati til samkvæmt Dómum á þeim tíma og hvar var þá Réttlætið? Nú vinskapur og frændsemi öðru nafni SPILLING! Nú Íslendingar þurfa jafnvel að skýt... undir ofuráhrifum atvinnurekenda í dag svo að þeim sé ekki sagt upp!! Nú þetta er bara gamla klíkan en það verður gerð bragabót á þegar að kemur að kosningum vegna Spillingarmála! Nú ennþann dag í dag eru að koma fram mál sem að koma illa við Suma!

Örn Ingólfsson, 9.1.2010 kl. 03:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband