Lundafléttan og æðiskast á alþingi

Ríki og sveitarfélög eiga margvísleg samskipti. Skattar, eignir, lög og reglulgerðir flæða þar á mill án þess að ástæða sé að tortryggja umferðina enda hvorttveggja opinberir aðilar.

Stjórnarandstaðan gerði samning ríkisins við Garðabæ tortryggilegan á þeirri forsendu að of lágt gjald kom fyrir. Nú liggur í augum uppi að ekkert annað sveitarfélag en Garðabær kom til álita sem kaupandi að Vífilsstöðum. Verðmiðinn sem slíkur er þess vegna aukaatriði. Hvort ríkið eða tiltekið sveitarfélag fái meira eða minna í viðskiptum innbyrðis er innansveitarkróníka stjórnsýslunnar.

En Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra gerði alþjóð, og þingheimi sérstaklega, greiða með því að nefna lundafléttuna um falskaupin á Búnaðarbankanum í þessu samhengi. Bæði er athugasemdin áminnig um hversu illa fer oft þegar flokksgæðingar í einkarekstri nýta sér aðgengi að ríkisvaldinu og ekki síður hitt að reglulega þarf að tappa af pólitískum blóðþrýstingi stjórnarandstöðunnar.

Vinstrimenn í stjórnarandstöðu sinna ekki stjórnmálum í venjulegum skilningi, heldur bíða þeir eftir tækifæri að taka æðisköst. Ef langt líður á milli æðiskasta leggst uppdráttarsýki á stjórnarandstöðuna, samanber Pírata sem geta ekki sinnt þingskyldum nú um stundir vegna hópeflisfunda í þingflokknum. Benedikt gaf áhrifalausum og einskins nýtum þingmönnunum tækifæri á eins og einu æðiskasti. Og öllum líður betur á eftir.


mbl.is Engin svör, aðeins „skítkast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar þurfa sálfræðing - aftur

Þriggja manna þingflokkur Pírata varð að ráða vinnustaðasálfræðing til að ráða fram úr samskiptavanda, sem einn þingmaður sagði að líktist ofbeldissambandi.

Eftir síðustu þingkosningar stækkað þingflokkur Pírata.

Spurning er hvort einn vinnustaðasálfræðingur sé nóg?


mbl.is Hættir vegna ágreinings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölvuárásir og Pútínkenningin

Pútín Rússlandsforseta var kennt um ósigur ESB-sinna í Brexit-kosningunum, sigur Trump í Bandaríkjunum og að hafa reynt að koma í veg fyrir sigur Macron í Frakklandi. Samsæriskenningin gengur út á að pútínskir tölvusnillingar föndri við tölvukerfi sem leiði til óæskilegrar niðurstöðu í kosningum.

Ráðandi samsæriskenning á vesturlöndum er að pútínsk nettröll standi á bakvið flest sem aflaga fer. En enginn hefur kennt Pútín um alþjóðlegu tölvuárásina.

Pútín líður svo vel í sakleysi sínu að hann er með tilgátu um að Bandaríkin beri sökina. Talandi um að gjalda rauðan belg fyrir gráan.

 

 


mbl.is Virðast hafa sloppið fyrir horn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taphrina vinstrimanna er endalaus

Vinstriflokkar í Evrópu og frjálslyndir í Bandaríkjunum eru í samfelldri niðursveiflu. Á fáum mánuðum tapa vinstrimenn og frjálslyndir forseta- þing- og héraðskosningum í Bandaríkjunum, Hollandi, Frakklandi og Þýskalandi. Í sumar tapa þeir þingkosningum Bretlandi, spurningin er aðeins hve stórt tapið verður.

Héraðskosningarnar í Norður-Rín Vestfalíu í Þýskalandi boðar tap vinstriflokka í þingkosningunum í haust.

Sigurvegarar í vestrænum ríkjum síðustu misseri eru ýmist hófsammir mið- og hægriflokkar (Holland, Frakkland, Þýskaland, Bretland) eða lýðhyggjumenn eins og Trump í Bandaríkjunum.

Mið- og hægriflokkar eru í stakk búnir að svara áhyggjum almennings vegna alþjóðavæðingar, efnahagslegu misrétti og flóttamannavanda. Í þessum málaflokkum eru vinstriflokkar úti á þekju.


mbl.is Flokkur Merkel með mikilvægan sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband