Gunnar Smári rekur sjálfan sig

Formađurinn í vćntanlegum Sósíalistaflokki Íslands, Gunnar Smári Egilsson, rak sjálfan sig úr stól útgáfustjóra Fréttatímans. Valdimar Birgisson framkvćmdastjóri útgáfunnar útskýrir:

Valdi­mar Birg­is­son, fram­kvćmda­stjóri Frétta­tím­ans, veit ekki til ţess ađ Gunn­ari Smára Eg­ils­syni rit­stjóra Frétta­tím­ans hafi veriđ sagt upp. „Ég veit ekki til ţess, enda hef ég ekki vald til ţess ađ reka hann,“ seg­ir Valdi­mar í sam­tali viđ mbl.is og bend­ir á ađ Gunn­ar Smári sé bćđi eig­andi og út­gef­andi blađsins.

Af orđum Valdimars má ráđa ađ eigandinn Gunnar Smári hafi rekiđ útgáfustjórann Gunnar Smára. Međ öđrum orđum: kapítalistinn Gunnar Smári rak sósíalistann Gunnar Smára.

Og Sósíalistaflokkur Íslands verđur stofnađur á Kleppi.

 


mbl.is Rak ekki Gunnar Smára
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sósíalisti á flótta undan launţegum

Sósíalistinn Gunnar Smári yfirgefur launţegana á Fréttablađinu kauplausa en međ stór áform um ađ stofna Sósíalistaflokk.

Ţađ er ekki nóg ađ reyna ađ hafa áhrif á umrćđuna, viđ verđum ađ umbreyta upp­bygg­ingu sam­fé­lags­ins. Ţađ er ekki nóg ađ benda á hversu spillt valda­stétt­in er og hvernig hún fćr­ir eig­ur al­menn­ings til sín og sinna, viđ verđum ađ taka völd­in af ţessu fólki.

Segir Gunnar Smári, stoltur sósíalisti á flótta frá launţegum sem hann borgađi ekki kaup.


mbl.is Skip­stjór­inn frá á ög­ur­stundu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Trump er mćttur: Sýrland í dag, Úkraína á morgun

Rússum var gert viđvart um árás Bandaríkjanna á Sýrland í nótt, til ađ forđa ţeim frá manntjóni, segir Telegraph. Rússar berjast viđ hliđ Assad forseta og Trump vildi ekki rússneskt mannfall.

Líkur eru á ađ vopnabúnađi herstöđvarinnar hafi veriđ komiđ undan áđur en árásin var gerđ. Sem gerir loftskeytaárásina ađ táknrćnum viđburđi. Andstćđingar Assad forseta fagna, t.d. Sádí Arabía, sem dundar sér viđ ađ slátra fólki í Yemen. Samherjar Assad, Íranir, fordćma ađgerđina.

Rússar munu svara Trump. Kannski međ ţví ađ láta uppreisnarmenn í Úkraínu gera bandarísku herliđi stjórnarinnar í Kiev skráveifu. En kannski finna ţeir stađbundinn uppreisnarhóp í Sýrlandi, sem nýtur stuđnings Bandaríkjanna, til ađ líđa fyrir.

Bandaríkin og Rússland eru bćđi kjarnorkuveldi. Stađgenglastríđ ţeirra í miđausturlöndum og Úkraínu getur stigmagnast og orđiđ ađ beinum stríđsátökum. Ţađ er ekki gott fyrir heimsfriđinn.


mbl.is Bandaríkin gerđu árás í Sýrlandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 7. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband