Töpuð vígstaða Viðreisnar

Viðreisn er stofnuð af óánægjufólki úr Sjálfstæðisflokknum er fylkti sér um ESB-málstaðinn, sem dó með Brexit. Hugmyndin að baki stofnun Viðreisnar var, eins og nafnið bendir til, að byggja brú til Samfylkingar.

Brúarsporður Samfylkingar er rústir einar og engar bjargir þaðan að fá. Eyjan/DV segir af óánægju þingmanna Viðreisnar með hve lítið mark er tekið á flokknum í stjórnarsamstarfi.

Trúverðugleiki stjórnmálaflokka ræðst af stöðu þeirra og framtíðarhorfum. Viðreisn mælist með um 5 prósent fylgi, veika málaefnastöðu og í algjöru sambandsleysi við ráðandi afl á vinstri vængnum, Vg. Af því leiðir er flokkurinn álíka marktækur og Samfylkingin.


Ríkissaksóknari og lessur að eðla sig

Óeðlilegur áhugi ríkissaksóknara á samkynhneigðu fólki leiðir til réttaróvissu um tjáningarfrelsið. Í gær tapaði ríkissaksóknari enn einu málinu fyrir dómi þar sem ákært var fyrir hatursorðræðu.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákært hafi verið fyrir orðalag eins og ,,lessur að eðla sig." Hvað kemur ríkissaksóknara það við að einhver hafi orð á kynferðisathöfnum fólks?

Embætti ríkissaksóknara á ekki að vera einkaklúbbur fólks með sértækan áhuga á kynlífi og hatri á tjáningarfrelsi.

Dómsmálaráðherra og alþingi verða að grípa inn í málefni embættis ríkissaksóknara áður en frekari skaði hlýst af hatri ríkissaksóknara á frelsi borgaranna að tjá sig í ræðu og riti.


Bloggfærslur 29. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband