Sænsk þöggun, dönsk umræða

Varðberg segir frá heykslun dómsmálaráðherra Dana vegna innflytjendavanda í Svíþjóð. Svíar, segir sá danski, beita þöggun til að hylma yfir þá stöðu að sænska réttarríkið virkar ekki í innflytjendahverfum - þar ríkir lögleysa.

Danir tóku til umræðu það sem gerist á bakvið tjöldin í moskum þar í landi. Sjónvarpsþættir TV2 afhjúpuðu að siðferði múslíma samrýmist ekki dönskum gildum. Dagblaðaumræða í kjölfarið dýpkaði skilning manna á þeim vanda sem við er að etja.

Kjarni málsins er að trúarmenning múslíma, siðir þeirra og hættir, samrýmast ekki vestrænum lífsháttum.


Málþóf og öryggisventlar lýðræðisins

Eftir hrun varð málþóf á alþingi birtingarmynd pólitískrar upplausnar. Málþófið var afleiðing, og hún fremur mild, t.d. í samanburði við götuóeirðir.

Tillaga um að stemma stigu við málþófi með ákvæðum um þjóðaratkvæði er hættuleg og myndi fremur auka málþóf en minnka. Í þjóðaratkvæði eru fylkingar og dilkadrátturinn byrjar á alþingi. Ef þjóðaratkvæði yrði innleitt sem reglulegt fyrirbæri er hætt við að málþóf yrði notað til að framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu í máli sem með réttu er alþingis að ákveða.

Almennar kosningar er traustur og reyndur öryggisventill lýðræðisins. Sé litið til reynslunnar eftir hrun er ekki hægt að segja annað en að öryggisventillinn virki.

Þjóðaratkvæðagreiðslurnar um Icesave eru afbrigði, sem virkuðu undir sérstökum kringumstæðum. Tilraunir vinstristjórnar Jóhönnu Sig. um þjóðaratkvæði vegna kosninga til stjórnlagaþings annars vegar og hins vegar um stjórnarskrárdrög mistókust.

Breytum ekki fyrirkomulagi sem virkar.


mbl.is Níu í fullri vinnu við málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léttvæg vantrú

Vantrúaður lögmaður óttast að gagnrýni sem hann kynni að hafa í frammi gagnvart múslímatrú yrði notuð af fólki með aðrar skoðanir en hann sjálfur. Skilaboð lögmannsins eru að betur heima setið en af stað farið með gagnrýni á trúarbrögð sem hann þó telur að séu ,,þau skaðlegustu á hnettinum."

Rökleg niðurstaða lögmannsins er að gagnrýna skuli fremur þau trúarbrögð sem eru saklaus í samanburði við íslam - til að lenda ekki í félagsskap ósamboðnum vantrúarfólki.

Ef maður er sannfærður um eitthvað, t.d. að trúarbrögð séu blekking, en ákveður jafnframt að láta vera að gagnrýna ekki skaðlegustu blekkinguna er sannfæringin harla lítils virði.

Gagnrýni, hvort heldur í trúmálum, pólitík eða menningunni almennt, er framlag til umræðu. Hvernig umræðan þróast, þ.e. hverjir taka undir eða grípa til andmæla, er aukaatriði ef gagnrýnin er sett fram af heilindum.

 


Bloggfærslur 27. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband