Endalok evrunnar - spurning um tíma

Á meðan fjármálaráðherra Íslands óskar eftir evru í stað krónu ræða Þjóðverjar endalok evrunnar. Tilefnið er ný skýrsla Bank of America.

Die Welt birtir línurit um gengisfellingar og gengishækkanir í kjölfar endaloka evrunnar. Nýtt þýskt mark yrði 15 prósent hærra en evran er í dag og nýir gjaldmiðlar Spánar og Grikklands 7,5 prósent lægri. Í reynd yrðu sveiflurnar meiri þar sem trúverðugleiki gjaldmiðlanna yrði ólíkur.

Ástæðan fyrir aukinni umræðu um endalok evrunnar að þessu sinni er ósjálfbær skuldastaða evruríkja í Suður-Evrópu.

Evrópski seðlabankinn rekur núllvaxtastefnu síðustu ár til að halda hjólum atvinnulífsins gangandi. Fyrr heldur en síðar verður að hækka vexti vegna verðbólgu. Fyrirsjáanleg afleiðing er að Suður-Evrópuríki standi ekki undir skuldum sínum.


mbl.is Stendur ekki til að festa gengið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Benedikt er fangi eigin fávisku

Garðabær gæti gefið út eigin gjaldmiðil og haldið honum stöðugum að tveim forsendum gefnum: í fyrsta lagi að rekstur bæjarsjóðs væri í jafnvægi og í öðru lagi að vöxtur garðbæska hagkerfisins væri eðlilegur. Þriðja atriðið sem gæti leitt til óstöðugleika er að fjármálastjóri bæjarins gæfi út yfirlýsingu um að gjaldmiðillinn væri ekki á vetur setjandi.

Í hagfræðibókmenntum er ekki til nein hámarksstærð gjaldmiðlasvæðis og heldur ekki nein lágmarksstærð. Fjölskylda gæti þess vegna gefið út gjaldmiðil.

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra tileinkaði sér valkvæða heimsku um gjaldmiðla þegar hann ruddi sér braut í stjórnmálum. Heimska Benedikts kemst fyrir í tveim orðum: ónýt króna.

En var norska krónan ónýt þegar hún féll um 24 prósent árið 2014 gagnvart dollara? Var breska pundið ónýtt þegar það féll í fyrra um 17 prósent gagnvart dollara?

Nei, hvorki er norska krónan ónýt né breska pundið. Ástæður hreyfinga gjaldmiðla eru m.a. breytingar á verði mikilvægra framleiðsluþátta, olía í tilfelli Noregs, og pólitískrar óvissu, Brexit sem leiddi til lækkunar pundsins.

Á Íslandi leiðir ofurvöxtur eins framleiðsluþáttar, ferðaþjónustu, til þess að krónan ofrís. ,,Sterkasta og stöðugasta króna heims," segir greiningardeild Arion-banka. Sterkari króna gerir útflutningsgreinum erfitt um vik. Það er pólitískt verkefni að vinna úr þessari stöðu. Hvorki norskir né breskir stjórnmálamenn gáfust upp á sínum gjaldmiðli þegar á bjátaði.

Ef Benedikt væri fjármálastjóri fyrirtækis sem gæfi út skuldabréf og segði að hann efaðist um að skuldbréfin væru nokkurs virði þá yrði fjármálastjórinn einfaldlega rekinn - hann væri ekki starfi sínu vaxinn.

Fjármálaráðherra er eins og flokkurinn sem hann stendur fyrir: rusl með sex prósent fylgi.

Dómgreindarruslið í fjármálaráðuneytinu boðar tvær lausnir í viðtali við Financial Times: tengja krónuna við breska pundið eða evruna. Hvers vegna ekki dollar eða japanskt jen eða kínverskt yuan?

Krónan er ekki ónýt frekar en aðrir gjaldmiðlar. En við sitjum uppi með ónýtan fjármálaráðherra. Og verðum að breyta þeirri stöðu áður en frekari skaði hlýst af.

 

 


mbl.is Óbreytt ástand „óforsvaranlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband