Bjarni foringi

Eitt einkenni foringja er að þeir höggva á hnútinn, taka af skarið þegar óvissa er uppi. Með því að umræður urðu um slæma útkomu kvenna í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi skapaðist óvissa um kjörþokka framboðslistans.

Óvissan jókst þegar klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn, ákvað að tefla fram fyrrum varaformanni móðurflokksins, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, í fyrsta sæti.

Bjarni Ben. formaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að við svo búið mætti  ekki standa og fékk listanum breytt í kjördæmisráði í þágu sterkara kynsins án þess að nokkur segði múkk. Það er annað einkenni foringja.


mbl.is Bryndís færð upp í annað sæti í SV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég er mjög ósáttur með sjálfstæðiflokkinn þarna að fara standa í þessu kynjakvóta rugli, það hlýtur að vera ömurlegt fyrir Bryndísi að vita það að hún komst áfram ekki á verðleika heldur kvóta. Bjarni sýnir þarna að hann er ekki rétti maðurinn í foringjasætinu.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 30.9.2016 kl. 08:39

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er semsagt í fínu lagi að flokksforysta breyti með geðþóttavaldi niðurstöðum lýðræðislegs prófkjörs, þegar um Sjálfstæðisflokkinn er að ræða, en ekki þegar um aðra flokka er að ræða?

Eða gilda ekki sömu viðmið fyrir alla þegar slíkt er annars vegar?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.9.2016 kl. 15:17

3 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Þetta er ekki lýðræði þetta er svínræði. Bjarni mynnir alltaf meira og meira á félaga Napóleon í sögunni um svínin. Í sögunni: ANIMAL FARM.

Steindór Sigurðsson, 30.9.2016 kl. 15:32

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hvers eiga þeir að gjalda sem hafa staðið sig vel í stöðu formanns nefnda. Þarna varð Jón Gunnarsson í öðru sæti, og hefur sýnt að hann er gott ráðherraefni.

Helga Kristjánsdóttir, 30.9.2016 kl. 17:05

5 Smámynd: rhansen

 Sem foringi þá átti BB ekki að ansa svona  KELLINGA VÆLI !.það heitir að lúta i gras fyrir frekju gangi !

rhansen, 30.9.2016 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband