Össur og uppskriftin að ónýtum flokki

Yfirplottari Samfylkingar og meginhöfundur að hruni flokksins, Össur Skarphéðinsson, spáir því að Sigmundur Davíð boli Sigurði Inga út sem forsætisráðherra þrem vikum fyrir þingkosningar. Það myndi leiða til slita ríkisstjórnarsamstarfsins kortéri fyrir kosningar.

Össur kann uppskriftina að ónýtum flokk, um það vitnar staða Samfylkingar. En að hann trúi því virkilega að nokkrum utan Samfylkingar detti í hug að fylgja uppskriftinni bendir ekki til að sá síkáti sé vel jarðtengdur.

Helsta sigurvon Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að flokkarnir gangi samstíga til kosninga. Össur óskar sér að trylltir valdadraumar eyðileggi stjórnarflokkana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Ég er þér sammála um að Össur hafi átt drjúgan þátt í óförum Samfylkingarinnar.það boðar aldrei gott að neita að hlusta á kjósendur,stinga þjóðaratkvæðum undir stól og annað eftir því.

Hvað Framsókn varðar er ég þeirra skoðunar að þeim muni vegna betur með SDG sem formann, SIJ sýndi ekki næga staðfestu gegn BB sem fékk að ráða eins og hann vildi restina af kjörtímabilinu,ekki furða að BB vilji heldur hafa SIJ sem formann.

Sandy, 30.9.2016 kl. 12:35

2 Smámynd: rhansen

Algjörlega sammála siðasta ræðumanni  !

rhansen, 30.9.2016 kl. 14:44

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ja-aá en ekki veit ég hversu víðtæk heitstrenginn margra af svokölluðu flökku fylgi er,að snúa á árásarlið RÚV.  og kjósa Framsókn,með einlægasta sjálfstæðis-sinnan á síðasta þingi í formennsku Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Helga Kristjánsdóttir, 30.9.2016 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband