Fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs ekki söluhæf vara

Jón Ásgeir Jóhannesson, áður kenndur við Baug, bjó til 365 miðla í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi að vera sverð og skjöldur Jóns Ásgeirs og viðskiptahagsmuna hans í opinberri umræðu. Í öðru lagi til að þéna peninga.

Á meðan veldi Jóns Ásgeirs var sem mest hafði hann efni á að tapa fé á 365 miðlum eins lengi og þeir þjónuðu hagsmunum hans með ,,réttum" áherslum í fréttum og skoðanamyndun. Á síðustu árum eru fjölmiðlar veikari í umræðunni, einkum vegna samkeppni frá samfélagsmiðlum. Verðmæti 365 miðla minnkar eftir því sem dagskrárvaldið veikist.

Samkeppni frá tölvusjónvarpi gerir skemmtidagskrá 365  miðla hlutfallslega ómerkilegri. Aðeins illa gáttað fólk kaupir áskrift að Stöð 2.

Jón Ásgeir á ekki jafn mikið undir sér og áður og getur ekki leyft sér að tapa fé á fjölmiðlarekstri. Á sama tíma er eru 365 miðlar varla söluhæf vara. Líklega tekur einhver 365 miðla upp í skuld.


mbl.is Síminn hefur ekki keypt 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur: Píratasamfylking - Oddný: nei!

Össur Skarphéðinsson segir Pírata (um 25- 30 prósent fylgi) og Samfylkingu (mínus tíu prósent fylgi) vera sama flokkinn. Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar hafnar pólitískri nýsköpun Össurar og segir Pírata ekki jafnaðarmannaflokk.

Össur og Oddný eiga að heita samflokksmenn. Orð Össurar sýna vantrú fyrrverandi utanríkisráðherra að endurlífgunartilraunir á Samfylkingu takist.

Össur er mesti tækifærissinni íslenskra stjórnmála. Hann veðjar á sigur Pírata í næstu þingkosningum og munstrar sig í lið sigurvegarans. Össur er jafnaðarmaður í dag en hvað sem er á morgun. Völdin skipta Össur öllu, málefnin eru aukaatriði. 


mbl.is „Píratar eru ekki jafnaðarmenn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband