Lúkas tekinn á þjóðhátíð - umræðunauðgun

Einu sinni var hundur sem týndist. Nokkrir á samfélagsmiðlum sögðu hundinn hafa mætt hræðilegum örlögum dýraníðings.  Fjölmiðlar tóku þátt og sögðu frá kertafleytingum og mótmælum vegna hundsins. ,,Umræðan" tók meintan dýraníðing fyrir og tætti af honum mannorðið. Nokkru síðar kom Lúkas af fjalli ómeiddur.

Síðustu daga hafa samfélagsmiðlar og fjölmiðlar tekið lúkas á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Aðalfréttatími RÚV í gærkvöldi var með þjóðhátíðarlúkasinn sem fyrstu frétt. Vitnað var í yfirlýsingu fimm hljómsveita sem vitnaði í ,,umræðuna", sem RÚV, aðrir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar standa fyrir, þar sem krafan sé að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hengi út fyrsta fórnarlamb nauðgunar á þjóðhátíð til áminningar um nauðsyn ,,umræðunnar".

,,Umræðan" telur að bæjaryfirvöld eigi að stilla fórnarlambi kynferðisofbeldis á opinberan stall til að réttlæta umræðu um nauðgun. Mannúðleg málsmeðferð réttarríkisins er algert aukaatriði: ,,umræðan" þarf sitt fórnarlamb.

Ef ,,umræðan" fær sínu fram verður særð, smánuð sál, sem vogar sér að kæra nauðgun, sett til sýnis á opinberum vettvangi strax eftir að glæpurinn er kærður. Þökk sé ,,umræðunni" fær misþyrmda manneskjan ekkert svigrúm til að komast heim í öruggt skjól, heldur verður hún að þola opinbera umræðunauðgun í lóðbeinu framhaldi af líkamlegri nauðgun.

Þjóðhátíðarlúkasinn verður til í andrúmslofti netvæddrar múgsefjunar. Er ekki mál að linni?


mbl.is Draga sig úr dagskrá þjóðhátíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband