Ríkisborgararéttur liðsmanna Ríkis íslam afturkallaður

Þjóðverjar hyggjast setja lög sem heimila afturköllun ríkisborgararéttar þeirra sem gerast liðsmenn Ríkis íslam. Stjórnarflokkurinn í Þýskalandi undirbýr lagasetninguna sem heimilar afturköllun ríkisborgararéttar þeirra sem eru með tvöfalt ríkisfang og gerast sekir um aðild að Rík íslams.

Samkvæmt FAZ er lagabreytingin liður í harðari afstöðu þýskra stjórnvalda gegn þeim sem segja sig úr lögum við þýskt samfélag með því að taka upp vopn gegn þýskum gildum, s.s. mannréttindum og lýðræði.

Ríki íslams laða evrópsk ungmenni til starfa fyrir sig í þágu múslímatrúar. Ungmennin snúa heim, sum hver, og þykja ekki líkleg til að láta gott af sér leiða í vestrænum ríkjum. Eins og dæmin sanna.


mbl.is Enginn kannast við íslenskan ISIS-liða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðreisn fær vörubílstjóra

Hringbraut er málgagn Viðreisnar þeirra Benedikts Jóhannessonar, Sveins Andra, Þorsteins Páls og félaga. Sigurjón M. Egilsson verður vörubílstjórinn á Hringbrautinni.

Sigurjón er þekkur fyrir húsbóndahollustu, samanber málflutning hans í þágu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar þegar orrahríðin um Baugsmál stóð sem hæst. Sigurjón var boðinn og búinn sem yfirmaður á Fréttablaðinu að fegra málstað auðmannsins.

Aukið framboð fjölmiðla helst í hendur við löngun til pólitískra áhrifa og þar er Sigurjón réttur maður á réttum stað fyrir rétt kaup.


mbl.is Sprengisandur á Hringbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli gera samfélagið pólitískara

Mótmæli eru í auknum mæli skipulögð fremur en sjálfssprottin. Uppskriftin er þessi: Fjölmiðill undirbýr jarðveginn með hannaðri atburðarás. Stuðningur kemur frá virkum í athugasemdum og stjórnarandstöðunni.

Þegar umræðan á samfélagsmiðlum nær ákveðnu hitastigi er boðað til mótmæla. Ef hitastigið er lágt er látið við sitja að safna undirskriftum en við suðumark er skundað á Austurvöll.

Á hverjum tíma er leitað að máli sem getur hrundið af stað mótmælabylgju. Fjölmiðlar og stjórnarandstaða beita fyrir virka í athugasemdum og fylgjast með viðbrögðum.

Í andrúmslofti hannaðra mótmæla verða mál pólitískari en áður. Það er aldrei að vita hvaða mál valda pólitískum eldsumbrotum.  


mbl.is Mótmælin ekki til einskis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískt frumkvæði og forsetakosningar

Frekjulegur tónn í spurningum fréttamanna RÚV á blaðamannafundi Ólafs Ragnars Grímssonar, ,,heldur þú að þú sért ómissandi?", gaf til kynna að framboð sitjandi forseta kom illa við óreiðufólkið, sem þóttist vera með pólitískt frumkvæði eftir að hafa knúið forsætisráðherra til afsagnar.

Síðustu forsetakosningar, þegar vinstrimenn sameinuðust um RÚV-frambjóðanda gegn Ólafi Ragnari, voru fyrirboði stórtaps vinstriflokkanna í þingkosningunum 2013.

Píratar leiða kröfu óreiðuaflanna síðustu misserin um uppstokkun stjórnkerfisins með nýrri stjórnarskrá og valdeflingu virkra í athugasemdum. Ákvörðun Ólafs Ragnars um að bjóða sig fram á ný gerir upplausnarliðinu erfiðara um vik. Stjórnskipuleg kjölfesta á Bessastöðum gerir hávaðapólitíkina á Austurvelli, innan og utan þings, ótrúverðugri.

Það stendur upp á stjórnarflokkana, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, að setja saman framboðslista og pólitík sem fylgir eftir ákvörðun forsetans um að sækjast eftir endurkjöri.


mbl.is Fer fram í sjötta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband