Brynjar leiðréttir RÚV

RÚV hélt áfram í hádegisfréttum herferðinni gegn forsætisráðherra. Í inngangi að frétt RÚV er sagt að Brynjar Níelsson vilji þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins til að ræða fjármál eiginkonu forsætisráðherra. Það væri stórfrétt ef stjórnarþingmaður færi fram á þingflokksfund enda gæfi það slúðrinu vængi.

Í inngangi fréttarinnar segir:

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Wintris-málið sé óþægilegt fyrir ríkisstjórnarsamstarfið, sérstaklega í ljósi samninga við kröfuhafa og afnáms hafta. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins þurfi að funda um málið og fá allar staðreyndir upp á borð áður en hægt sé að taka afstöðu til þess. (leturbreyting pv).

Þetta er rangt. Brynjar óskar ekki eftir þingflokksfundi til að ræða fjármál Önnu Sigurlaugar. Það kemur fram í meginmáli fréttarinnar, þar sem orð Brynjars eru endursögð.

Brynjar sá sig knúinn að birta bloggfærslu til að taka af öll tvímæli: hann telur forsætisráðherra ekki vanhæfan. En hann gerir ráð fyrir að þingflokkurinn ræði málið, ,,sérstaklega ef fram kemur vantrauststillaga á þinginu."

Það er vitanlega allt annað að gera ráð fyrir umræðum í þingflokki eða að fara fram á að þingflokkurinn ræði þetta tiltekna mál.

RÚV reynir sem fyrr að afbaka umræðuna til að hún þjóni pólitískum tilgangi fréttastofu RÚV. 


Grínast með að Óttarr hugsi

Þrír fjölmiðlar, EyjanRÚV og núna mbl.is birta allir frétt um að Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar hugsi.

Þótt Björt framtíð sé horfin af þingi samkvæmt könnunum er ekki ýkja fallegt að gera að fréttaefni að Óttarr hugsi.

Óttarr hugsar ábyggilega oftar en svo að það ætti að vera fréttaefni.


mbl.is Er hugsi yfir forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV í yfirvinnu í herförinn gegn forsætisráðherra

Fréttamenn RÚV unnu yfirvinnu í gærkvöldi til að halda lífi í fréttaspunanum um að forsætisráherra hafi í störfum sínum hyglað eiginkonunni sem á bankareikning í útlöndum.

Kvöldið byrjaði með að Árni Páll Árnason sitjandi formmaður Samfylkingar var kallaður í vitnastúku RÚV til að segja forsætisráðherra vanhæfan - en það var gagnrýni sem RÚV lagði upp í hendur Árna Páls enda formaðurinn með aðra ,,línu" í málinu sl. mánudag.

Klukkan hálf níu (20:29) í gærkvöldi birtist frétt á heimasíðu RÚV þar sem þingmaður Pírata var kallaður til vitnis. Fréttamaðurinn fann  engan fréttapunkt til að hafa í fyrirsögn, svo að úr varð algjör flatneskja: ,,Segir bara mest um hann".

Þegar erfitt er að finna fleiri fleti á aðgerðafréttum gegn forsætisráðherra er upplagt að kíkja á fésbókarsíður pólitískra andstæðinga hans. Og klukkan hálf tíu í gærkvöldi (21:24) kemur frétt á heimasíðu RÚV með engu fréttainnihaldi, eins og fyrirsögnin ber með sér: Óttar Proppé: Hugsi yfir forsætisráðherra.

Það er sem sagt frétt hjá RÚV að formaður Bjartrar framtíðar hugsi til forsætisráðherra.

Yfirvinna fréttamanna RÚV í gærkvöldi gekk út á að halda lífi í herferðinni gegn forsætisráðherra. Engar nýjar upplýsingar, engin ný greining, ekkert nýtt sjónarhorn; aðeins tuggið upp röfl pólitískra andstæðinga.

Engar faglegar ástæður eru fyrir fréttaherðferð RÚV. Fréttamenn RÚV stunda hreina og klára pólitík með skýru markmiði: að sverta mannorð forsætisráðherra og helst að knýja hann til afsagnar.


Bloggfærslur 25. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband