Ólína: Samfylkingin dauđ í haust

Ţingmađur Samfylkingar, Ólína Ţorvarđardóttir, telur flokkinn dauđann í haust verđi ekki gerđar lífgunartilraunir međ nýrri forystu.

Eina von flokksins er ađ flýta landsfundi, segir Ólína.

Ný könnum Gallup gefur Samfylkingu 9,2 prósent fylgi. Í síđustu kosningum fékk flokkurinn 12,9 prósent atkvćđanna.

Samfylkingin er einsmálsflokkur. ESB-ađild er allra mein bót fyrir Ísland. Árni Páll Árnason sitjandi formađur sló ţann tón ţegar áriđ 2008 er hann sagđi ađ umsóknin eins og sér um ađild ađ Evrópusambandinu vćri töfralausn viđ efnahagslegum óstöđugleika.

Vandi einsmálsflokka er ađ ţegar baráttumáliđ eina og sanna trekkir ekki lengur blasir viđ pólitíiskt rökţrot.


ESB óttast úrsögn Bretlands

Ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu, í ţjóđaratkvćđagreiđslu, sem fram fer á nćstu mánuđum, yrđi ţađ stóráfall fyrir ESB.

Evrópusambandiđ ţarf nauđsynlega á Bretlandi ađ halda af tveim ástćđum. Í fyrsta lagi er valdajafnari á meginlandi Evrópu og hefur veriđ frá 18. öld. Ef eitt ríki er öđrum yfirsterkara á meginlandinu jafnar Bretland leikinn, studdi Prússa gegn Frökkum í Napóleonsstyrjöldunum og Frakka gegn Ţjóđverjum í tveim heimsstríđum á síđustu öld.

Í öđru lagi er Bretland, međ stuđningi viđ frjálsa verslun og vantrú á yfirţyrmandi ríkisvaldi, náttúruleg mótstađa gegn frönsku stjórnlyndi og ţýskum korpóratisma. Ađild Breta ađ ESB er hemill gegn ofurvaldi embćttismanna í Brussel.

ESB ţarf meira á Bretlandi ađ halda en Bretlandi ESB.

 


mbl.is Leggur til heimild til ađ falla frá bótagreiđslum viđ sérstakar ađstćđur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ópólitískt fylgi í leit ađ stefnu

Píratar voru stofnađir sem nördaflokkur ađ tryggja fáeinum ţćgilega innivinnu međ ríkulegum ferđaheimildum en ekki til ađ breyta stjórnmálum. Međ fylgi upp á 35 prósent eru Píratar orđnir eftirlćti ţeirra sem eru ópólitískir - en vilja ekki hefđbundin stjórnmál.

Samkvćmt Halldóri Jónssyni eru Píratar duglegir ađ funda til ađ finna stefnu handa ópólitíska fylginu sem sópast ađ ţeim. Hćngurinn er sá ađ ţeir sem mćta á fundina eru ekki ópólitískir og ţar af leiđandi ekki dćmigerđir fyrir fylgiđ, sem er fundarlatt og nálgast stjórnmál eins og barn sćlgćtisbar.

Ţegar nćr dregur kosningum verđur áskorun Pírata ađ finna pólitíska stefnu sem rímar viđ ópólitískt fylgi.


mbl.is Píratar međ mest fylgi í tíu mánuđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 2. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband