Bjarni B. svari spurningu um bankarekstur

Einkaframtakið átti banka á Íslandi í fáein ár um og upp úr aldamótum. Það endaði með hruni 2008.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þarf að svara spurningunni um getu einkaframtaksins til að reka banka. Ríkið gat rekið banka nær alla síðustu öld án þess að þeir færu á hausinn.

Það er ekkert svar að segja ,,prinsippmál" að ríkið eigi ekki banka.

Einkaframtakið er ekki með þá ferilsskrá að því sé treystandi fyrir banka. Engin ,,prinsipp" geta falið þá staðreynd. 

 


mbl.is Fiskað í gruggugu vatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstriflokkarnir sameinist, flækjan er ólýðræðisleg

Vinstriflokkarnir á alþingi gerðu þjóðinni greiða að sameinast, eins og Össur Skarphéðinsson leggur til.

Flækjan sem vinstriflokkarnir standa fyrir, að bjóða upp á fjórar útgáfur af vinstripólitík, er ólýðræðisleg. Flokkarnir fjórir Píratar, Björt framtíð, Vinstri grænir og Samfylkingin valda pólitísku ógagnsæi sem er lýðræðinu fjötur um fót.

Sameining vinstriflokkanna felur í sér að þrír starfandi flokkar yrðu á þingi; vinstriflokkur, miðflokkur og hægriflokkur.

Kjósendur stæðu frammi fyrir skýrum valkostum. Það er til hagsbóta fyrir lýðræðismenninguna. 


Breytt stjórnmál, hagpólitík víkur fyrir valdeflingu

Þegar Bill Clinton, eiginmaður Hillary, varð forseti 1993 snerust stjórnmál um efnahagsmál, it's the economy, stupid.

Hagpólitík er víkjandi nú á tímum allsnægta. Hagfræði sem fræðigrein skortsins er ekki lengur jafn viðeigandi eins og hún var á dögum Karl Marx og Adam Smith, - jafnvel hagfræðingar viðurkenna það.

Stjórnmál í dag snúast um valdeflingu. En valdefling eins er á kostnað annars. Stjórnmálin verða eftir því hatrammari.

 


mbl.is Iowa-búar ganga til forkosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband