Stór-Ameríka og Klofnings-Evrópa

Stórvesírar í hagfræði, til dæmis nóbelshafinn Michael Spence, segja kjör Donald Trump marka tímamót í heimshagkerfinu. Alþjóðleg hugmyndafræði um frjálsa verslun víkur fyrir heimalningsstefnu um að hollur sé heimafenginn baggi. Stór-Ameríka Trump á fátt sameiginlegt með alþjóðahyggju síðustu forseta.

Evrópusambandið naut góðs af hugmyndafræðinni um alþjóðahyggju þar sem þjóðríkið skyldi gegna æ minna hlutverki en yfirþjóðlegar stofnanir setja í auknum mæli lög og reglur þvert á landamæri.

Frá bandarískum sjónarhóli hægrimannsins Patrick J. Buchanan er Evrópa (les Evrópusambandið) á hröðu undanhaldi frá sjálfri sér - og í faðm Pútín Rússlandsforseta. Buchanan, eins og margir hægrimenn, telur að bandarískir forsetar og leiðandi stjórnmálamenn í Evrópu hafi gert Pútín rangt til og vilja stöðva hernaðaruppbyggingu Nató á vesturlandamærum Rússlands. En rússagrýlan er síðustu ár sameinandi afl fyrir Evrópusambandið, samanber Úkraínu-deiluna.

Klofningsferli Evrópusambandsins er komið á það stig að ekki verður aftur snúið. Vinstriútgáfan Guardian, sem er hlynnt ESB, skrifar í leiðara að forsetakosningarnar í Frakklandi séu til marks um stórfelldar breytingar í álfunni. Hægripólitík, andsnúin ESB en hlynnt vinsamlegum samskiptum við Rússland, er óstöðvandi.

Án alþjóðahyggju og rússagrýlu fær Evrópusambandið ekki viðspyrnu að stöðva hnignunina.


mbl.is Goldman Sachs-stjóri fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirkennari Íslands sér varalit á svínum

Ragnar Þór Pétursson kennari er sá maður sem bæði mbl.is og RÚV leita til að túlka nýja kjarasamninga grunnskólakennara. Á mbl.is segir Ragnar Þór enga framtíðarsýn í samningnum og á RÚV að samningurinn sé ,,varalitur á svín."

Ragnar Þór er ekki aðeins í þeirri stöðu að vita allt betur en allir grunnskólakennarar landsins. Hann veit líka betur en allir aðrir hverjir eigi að vera skólastjórnendur í framhaldsskólum. Hann komst í fréttirnar, en þar finnst honum fjarska gaman, þegar skólastjóri Borgarholtsskóla var ráðinn, en Ragnar Þór var í skólanefnd. Brynjar Níelsson þingmaður sagði þetta um upphlaupið: ,,Ég held því að uppsögn Ragnars Þórs úr skólanefnd Borgarholtsskóla angi af venjulegri frekju."

Ragnar Þór var sakaður um kynferðislegt áreiti fyrir þrem árum og gekk rösklega fram eins og fyrri daginn í fjölmiðlum, með viðkomu í Kastljósi RÚV og viðtölum við netmiðla. Ásökunin um kynferðislegt ofbeldi kom hvergi fram opinberlega nema hjá Ragnar Þór sjálfum, sem skrifaði pistil og boðaði að hann ætlaði að hverfa til nýrra starfa.

En, eins og segir gamla kvæðinu, í skólanum er skemmtilegt að vera: í boði stærstu fjölmiðla landsins er Ragnar Þór orðinn yfirkennari Íslands.

Til hamingju, grunnskólakennarar, með þennan talsmann ykkar.

 


mbl.is Sagði upp á kynningarfundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðuneyti kaupir sér áhrif í pólitík

Utanríkisráðuneytið ætlar að kaupa fjölmiðil til að fjalla um mál sem ráðuneytið vill að fái aukið vægi í pólitískri umræðu. Tilraunaverkefni ráðuneytisins er þróunarmál. Ef vel tekst til gæti utanríkisráðuneytið notað sömu aðferð við annað stefnumál, til dæmis ESB-umsóknina.

Kaup ráðneytisins á fjölmiðlaumfjöllun spillir bæði opinberri stjórnsýslu og fjömiðlun. Pólitísk umræða gengur þannig fyrir sig í grófum dráttum að hugmyndir og stefnumál eru rædd á opnum vettvangi í fjölmiðlum og á netinu. Stjórnmálaflokkar sækja efnivið sinn í þessa umræðu og gera að pólitískri stefnu sinni. Með því að kaupa fjölmiðil til að fjalla um sérstök áhugamál sín reynir utanríkisráðuneytið að hafa óeðlileg áhrif á umræðuna.

Stjórnsýslunni er ætlað að framkvæma stefnu sem stjórnmálaflokkar bera fram og fá umboð frá kjósendum til að framfylgja. Ef stjórnsýslan, þ.e. ráðuneyti og opinberar stofnanir, kaupir sér aðgang að umræðunni, þar sem fyrstu drög pólitískrar stefnu verða til, jafngildir það tilraun til að svindla á lýðræðinu.

Talsmaður utanríkisráðuneytisins segist treysta fjölmiðlum að starfa faglega. En fagleg fjölmiðlun gengur út á að láta peninga ekki hafa áhrif á efnisval og efnistök. Með því að kaupa sig inn á fjölmiðla er ráðneytið í senn að lýsa yfir vantrausti á fjölmiðla og vilja til að taka þátt í spillingu. Utanríkisráðuneytið er komið langt út fyrir sitt valdsvið þegar það kaupir fjölmiðlaumfjöllun í sína þágu.


mbl.is Ekki greitt til að fjalla um ráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband