Fávitafrétt RÚV um búrkur og héra

RÚV reynir að gera Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem leggur til búrkubann, að fávita með því að semja frétt sem líkir búrkubanni við friðun héra.

Þeir sem nenna að lesa fréttina, sem byggð er á fésfærslu fyrrum dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, átta sig á því að RÚV er fávitinn en ekki Þorgerður Katrín.

Niðurstaða dómarans er sem sagt:

Frakkar bönnuðu konum að hylja andlit sitt með slæðum á opinberum stöðum árið 2010. Karlar sem þvinga eiginkonur sínar eða dætur til að bera bannaða slæðu eiga yfir höfði sér mun harðari refsingu - þá má sekta um allt að 30 þúsund evrur eða næstum 5 milljónir og dæma í allt að ársfangelsi. Bannið var síðar staðfest af Mannréttindadómstól Evrópu sem taldi að búrkubann Frakka væri ekki trúarlegs eðlis. 

Búrkubann stenst samkvæmt Mannréttindadómstóli Evrópu. Aðeins fáviti á fréttastofu RÚV fattar það ekki og gerir hérasamlíkinguna að aðalpunkti fréttarinnar, gagngert til að afvegaleiða lesendur og hlustendur og gera hlut Þorgerðar Katrínar sem verstan.


Stétt með stétt eða ójöfnuður innherja

Samfylking féll í þann pytt að verða flokkur innherja samfélagsins. ESB-stefna Samfylkingar var þjónkun við efnafólk og sérfræðinga í efri tekjuhópum. Talsmenn Samfylkingar viðurkenndu þetta opinberlega.

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins útskýrir sígilda jafnaðarhugsun sjálfstæðismanna, sem slagorðið ,,stétt með stétt" nær yfir:

Öll erum við jafnaðarmenn ef sú stefna snýst um að halda uppi almannatryggingarkerfi, aðgangi að heilbrigðisþjónustu og menntun fyrir alla. En ef hún snýst um ríkisvæðingu og jafna kjör allra óháð framlagi eru fáir jafnaðarmenn, sem betur fer. 

Samfylkingin varð að flokki innherja og tapaði stórt. Viðreisn fetar í fótspor Samfylkingar og boðar ESB-lausnir sem hygla efnafólki. Innherjafylgið er ekki til skiptanna og Samfylking situr uppi með sárt ennið.


mbl.is Ríkisstjórnin fór illa með árangurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsstyrjöldin í Aleppo

Forsíðuefni þýsku útgáfunnar Der Spiegel er heimstyrjöldin í Aleppo þar sem bandalagsríki Rússa stríða við skjólstæðinga Bandaríkjanna um yfirráðin í stærstu borg Sýrlands.

Í bandarískri umræðu er að finna samanburð við Kúbudeiluna frá 1962 þegar heimurinn bjóst við kjarnorkuvopnastríði milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Í fjögurra mínútna myndbandi á youtube ræða bandarískir sérfræðingar um vandann í samskiptum við Rússa og tala allir á sama veg: bandarísk stjórnvöld klúðruðu sambandinu við Rússa eftir lok kalda stríðsins.

Í kalda stríðinu voru tvö stórveldi sem réðu mestu um þróun alþjóðamála. Yfirburðir Bandaríkjanna eru ekki lengur þeir sömu og enn síður Rússa. Bandaríkin guldu afhroð í Írak-stríðinu 2003-2008 og Rússar töpuðu forræði sínu yfir Austur-Evrópu eftir sameiningu Þýskalands.

Í miðausturlöndum keyrir gamalt stórveldi, Íran, eigin pólitík sem miðar að ná áhrifum yfir norðurhluta Íraks og Sýrlands til að komast að botni Miðjarðarhafs. Íranir eru bandamenn Rússa og eru shíta-múlímar. Nái þeir markmiði sínu reka þeir fleyg á milli stærstu súnní-múslímaríkjanna í þessum heimshluta, Tyrklands og Sádí-Arabíu, sem eru skjólstæðingar Bandaríkjanna.

Bandarísk utanríkismál eru í biðstöðu fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Þegar næsti forseti tekur við völdum í janúar 2017 eru allar líkur á að Aleppo verði komin í hendur bandamanna Rússa. Heimsstyrjöldin, sem kennd er við borgina, er samt sem áður rétt að byrja.


mbl.is Ræddu Sýrland, jafnrétti og norðurslóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband