Gyðingastúlkan sem tók í hönd Hitlers

Þeim fækkar sem lifðu af helför nasista gegn gyðingum fyrir miðja síðustu öld. Hanni Begg bjó með fjölskyldu sinni í Berlín. Hún var 14 ára þegar fjölskyldan var sótt í síðasta ferðalagið, sem endaði í Auschwitz.

Fyrir tilviljun var hvorki Hanni né faðir hennar heima þegar systir hennar og bróðir voru handtekin 1943. Móðirin lést fjórum árum áður. Faðir Hanni hafði útbúið eiturskammta fyrir fjölskylduna enda sannfærður um hver afdrif þeirra urðu. Engin var til að gefa eitrið og syskini Hanni dóu í Auschwitz.

Þýskir nágrannar Hanni björguðu henni. Hún fór m.a. í skóla sem ,,þýsk" stúlka. Þar ætti einni daginn Adolf Hitler í skólaheimsókn og tók í hönd stúlkunnar á fremsta bekk, sem var Hanni.

Faðir Hanni dó í felum í stríðslok. Hún flutti til Bretlands að læra hjúkrun og bjó þar síðan. BBC segir þessa sögu úr helförinni.


Hverjir eiga Ísland? Rétt svar gefur sigur 2017

Ríkið mun eignast innlendan hluta gjaldþrotabúa hrunbankanna í skiptum fyrir erlendar eigur, sem fara til kröfuhafa búanna.

Ríkið á þá a.m.k. tvo banka, Íslandsbanka og Landsbanka, en sá þriðji, Arion, var í sölu þegar síðast fréttist. Ásamt bönkunum fylgja milljarðaeigur í fasteignum og fyrirtækjum.

Þjóðin er ríkið og þessar eigur eru þjóðareigur. Ríkið mun á hinn bóginn ekki eiga góssið til langframa, þó að vonandi sé að Landsbankinn verðir þjóðarbanki um ókomna tíð.

Ríkisstjórnin fær eitt tækifæri til að koma þjóðareignum í umferð, aðeins eitt. Ef hún klúðrar tækifærinu er úti um sigurmöguleika ríkisstjórnarflokkanna í þingkosningunum 2017.

Lærdómurinn af síðustu einkavæðingu er að hún gekk of hratt fyrir sig. Skynsamleg áætlun fyrir einkavæðinguna sem nú stendur fyrir dyrum er að dreifa sölunni á tíu til tuttugu ár í gagnsæju og opnu ferli.


mbl.is „Stórmál fyrir lausn á höftunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstristjórnin eyddi gögnum til að fela getuleysi

Vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur Samfylkingar og Vinstri grænna kunni lítið fyrir sér í handverki stjórnarráðsins. Það kom sér heldur illa þar sem fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldisins fékk það hlutverk að endurreisa Ísland eftir bankahrun.

Getuleysi er alveg hægt að fyrirgefa. Verkefnin voru stór og fordæmalaus.

En til að fá fyrirgefningu þarf að viðurkenna mistökin. Ráðherrar Jóhönnustjórnarinnar eru of smáir til að viðurkenna getuleysið sem blasir þó við alþjóð - samanber handvömmina í Icesave.

Einkavæðing bankanna í hendur útlendinga er annað dæmið um getuleysi vinstristjórnarinnar. Og þar virðist einsýnt að gögnum hafi verið eytt til að fela sporin. Eyðing opinberra gagna til að hylja getuleysi er ekki pólitík heldur afbrot.


mbl.is Mikilvægar fundargerðir eru týndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband