Vinstristjórnin eyddi gögnum til að fela getuleysi

Vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur Samfylkingar og Vinstri grænna kunni lítið fyrir sér í handverki stjórnarráðsins. Það kom sér heldur illa þar sem fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldisins fékk það hlutverk að endurreisa Ísland eftir bankahrun.

Getuleysi er alveg hægt að fyrirgefa. Verkefnin voru stór og fordæmalaus.

En til að fá fyrirgefningu þarf að viðurkenna mistökin. Ráðherrar Jóhönnustjórnarinnar eru of smáir til að viðurkenna getuleysið sem blasir þó við alþjóð - samanber handvömmina í Icesave.

Einkavæðing bankanna í hendur útlendinga er annað dæmið um getuleysi vinstristjórnarinnar. Og þar virðist einsýnt að gögnum hafi verið eytt til að fela sporin. Eyðing opinberra gagna til að hylja getuleysi er ekki pólitík heldur afbrot.


mbl.is Mikilvægar fundargerðir eru týndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vel má svo sem kalla þetta getuleysi, svona ef menn vilja vera vænir við það fólk sem vann að því hörðum höndum að nýta bankahrunið til að koma landinu endanlega kné og undir yfirráð erlendra stórþjóða.

En sannleikurinn er þó ekki að um getuleysi hafi verið að ræða, heldur ákarðanir teknar í einum ákveðnum tilgangi. Þar skipti engu máli hvort farið væri eftir lögum eða vilja landsmanna og enn síður spáð í hag lands og þjóðar. Þegar sveigja þurfti lög í þessum tilgangi var einfaldlega passað upp á að fela sporin.

En sannleikurinn lætur ekki halda sér endalaust niðri. Hvort honum tekst að komast upp á yfirborðið núna eða seinna, þá mun það að endanum takast. Þá er hætt við að einhverjir verði að bðja þjóðina afsökunnar, ef þeir verða enn ofanjarðar.

Gunnar Heiðarsson, 30.1.2016 kl. 10:20

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Er fólk alveg að missa sig. Getur ríkisstjórn hvers tíma bara tekið í burtu skjöl, hver svo sem þau eru, fundagerðir ofl. Sér ekki stafsfólk á plani um að halda utan um slíkt. Icesave Icesave Icesave. Núverandi stj.flokkar bjuggu til Icesave, með því að selja bankana til vildarvina sinna, sem ekkert vissu um alþjóðlega bankastarfssemi. Síðasta ríkisstjórn þurfti síðan að moka út ógeðið eftir þá, þjóðfélagið nánast gjaldþrota. Engin vildi lána, NEMA að eithvað yrði gert vegna Icesave, eðlilega. Ekki til gjaldeyrir með gati, því Geir H. Haarde og Davíð Oddsson höfðu "lánað" allann gjaldeyrinn til fallikt banka, 500.000.000 evra. Á tímabili leit út fyrir að ekki væri hægt að kaupa eldsneyti, lyf ofl. Getuleysi segjir þú Gunnar. Þarft ekki annað en að fara í auglýsingu þessarar aumu ríkisstjórnar, til þess að sjá þá kaupmáttaraukinigu sem varð í tíð síðustu ríkisstjórnar miða við núverandi. Og var einungis tekið til frá 2012-2013 vegna fyrri stjórnar, hækkun 2014-215 á síðasta ríkisstjórn ekkert minna í. 

Jónas Ómar Snorrason, 30.1.2016 kl. 11:57

3 Smámynd: Elle_

En sannleikurinn er þó ekki að um getuleysi hafi verið að ræða - - Þegar sveigja þurfti lög í þessum tilgangi var einfaldlega passað upp á að fela sporin. 

Satt hjá Gunnari.  Þetta var helber óheiðarleiki og bíræfinn þjófnaður (þó þau væru vafalaust líka verið getulaus). 

Elle_, 30.1.2016 kl. 11:58

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

http://www.althingi.is/lagas/nuna/1963004.html

Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2016 kl. 12:32

5 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ertu með einhvern ráðherra í huga Guðmundur Ásgeirsson, sem ábyrgðin á að ná til? 

Jónas Ómar Snorrason, 30.1.2016 kl. 15:30

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Kannski klúður og getuleysi en þau voru jú líka að taka við afleiðingunum af ennþá stærra klúðri og enn meira getuleysi. Líklega best að byrja á byrjuninni ef á að hrauna yfir einhvern í þessu bankarugli öllu saman. Hverjir komu bönkunum í hendur Björgólfsfeðga og S-hópsins?

Víðir Benediktsson, 30.1.2016 kl. 17:18

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jónas Ómar.

Hvaða ráðherra bar ábyrgð á einkavæðingu bankanna árið 2009?

Svarið við því er svarið við spurningu þinni.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2016 kl. 17:38

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Víðir. Hver var fjármálaráðherra árið 2002?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2016 kl. 17:42

9 Smámynd: Elle_

Nei ég vil ekki byrja á byrjuninni, Víðir.  Mistök fyrri stjórnmálamanna afsaka ekki óheiðarleika og þjófnað seinna.  Við vitum alveg að Samfó fór með bankamálin 2009, við sáum þau í ríkisstjórn.

Elle_, 30.1.2016 kl. 18:01

10 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hver stjórnaði hér 2003 og startaði þessu rugli?

Víðir Benediktsson, 30.1.2016 kl. 20:05

11 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Svarið er Framsókn og sjálfstæðisflokkar. Var ekki Geir H. Haarde þá fjámálaráðherra, mögulega Friðrik Sofusson, engin munur á kúk og skít. Elle, ekki vera kjáni, þú veist betur.

Jónas Ómar Snorrason, 30.1.2016 kl. 20:42

12 Smámynd: Elle_

Jónas hættu þessum þvættingi og skýrðu þitt mál.  Það sem ég var að segja var að að óheilindi og þjófnaður voru í gangi í síðustu ríkisstjórn (kannski núna líka þó ég viti það ekki enn með vissu).  Það þýðir ekki að allir sem komu að bankamálum hafi alltaf verið óheilir og stolið.

Elle_, 30.1.2016 kl. 20:49

13 Smámynd: Elle_

 Geir H. Haarde fór fyrir dómstóla af völdum þessa liðs í síðustu ríkisstjórn.   Hann var ekki fundinn sekur um nein óheilindi. 

Elle_, 30.1.2016 kl. 21:11

14 Smámynd: Víðir Benediktsson

Stærstu krimmarnir uppu á fyrningarreglunni.

Víðir Benediktsson, 30.1.2016 kl. 21:38

15 Smámynd: Elle_

Það kom ekkert slíkt fram í máli gegn Geir H. Haarde. 

Elle_, 30.1.2016 kl. 23:59

16 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Elle, ég sé ekki í hverju þessi óheilindi og þjófnaður liggur. Ekki hafði SJS nokkurn hag af því, að nappa einhverjum gögnum í burtu, og spurning hvort hann hafi haft aðstöðu til þess. Ekki voru bankarnir seldir vildarvinum eins og núverandi stj.flokkar gerðu 2002, sem allt gera til þess að koma í veg fyrir rannsókn á því subbu máli.

Jónas Ómar Snorrason, 31.1.2016 kl. 07:21

17 Smámynd: Elle_

Jú Jóhanna og Steingrímur voru óheil en ekki þar með sagt allir í ríkisstjórninni.  Líttu á óverk Steingríms í sambandi við skuldir milli föllnu og nýju bankanna.  Hvað kallar þú það?  Og Össur faldi mikilvæg skjöl.  Svo veit ég ekkert um þessa vildarvini sem þú talar um.   

Elle_, 31.1.2016 kl. 11:06

18 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ekki getuleysi - glæpi.  Gögnum er oftast eytt til að fela eitthvað ólöglegt.

Annars er merkilegt að þess þurfi á Íslandi.  Lög og reglur hafa ekkert mikið þvælst fyrir ríkinu.

Ásgrímur Hartmannsson, 31.1.2016 kl. 15:08

19 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jónas Ómar. Ertu búinn að gleyma Icesave málinu?

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2016 kl. 15:46

20 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Smá athugasemd: Þessum gögnum var jú komið til Alþingis nú nýlega. Skv. þvi sem mér skilst á Vigdísi þá kennir hún embættismönnum um og ber við að þeir hafi jafnvel einhver fjölskyldutengsl við einhverja. Sé ekki í fljótu bragði að neinn hafi talað um að fyrri stjórn hafi látið eyða einu eða neinu.  Væri ekki gott að hafa orð einhverja fleiri fyrir þessu? Vigdís hefur nú áður misskilið málin!

Það er ekki réttlætanlegt að skjóta alla embættismenn og fyrrum ráðherra áður en málið er kannað almennilega.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.2.2016 kl. 09:45

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það verður strax að fara leita hjá framsóknarmönnum.  Undireins.  Og byrja hjá vigdísi.

Framsóknarmenn liggja undir grun í þessu ljóta framsjallamáli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2016 kl. 11:02

22 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einfaldast væri auðvitað að gera þessi gögn opinber, svo almenningur geti sjálfur lagt mat á þau og tekið afstöðu. Hér er um grafalvarlegt mál að ræða, því sá sem ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, gerist með því sekur um landráð að viðlögðu fangelsi allt að 16 árum.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2016 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband