Sigríður: Árni Páll skilur hvorki pólitík né efnahagsmál

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingar, lagði fram frumvarp um afnám verðtryggingar, ásamt Helga Hjörvar, sem formaðurinn afneitar. Árni Páll formaður segist bíða eftir evru í stað krónu - þá munu öll efnahagsmál á Íslandi lagast af sjálfu sér.

Sigríður Ingibjörg segir Árna Pál ekki ekki fatta að slagurinn um evruna sé tapaður:

Nú, þegar ljóst sé að ekki verði tekinn upp annar gjaldmiðill en krónan í fyrirsjáanlegri framtíð, sé nauðsynlegt að losna við verðtrygginguna.

Árni Páll sigraði Sigríði í formannsslag Samfylkingar með einu atkvæði. Hún segist ekki ganga með formanninn í maganum en finnur hjá sér þörf að benda alþjóð á að sitjandi formaður skilji hvorki pólitík né efnahagsmál.


Vel meint hjá Kára, en vanhugsað

Heilbrigðiskerfið er langdýrasti þátturinn í ríkisrekstri. Almennt má segja að þjóðarsátt sé um að við setjum nægan pening í heilbrigðisþjónustuna til að hún sé á heimsmælikvarða.

Við erum með þing og ríkisstjórn til að ákveða framlög til heilbrigðismála. Á þeim vettvangi, og almennri pólitískri umræðu, fer fram forgangsröðun sem birtist í fjárlögum hvers árs.

Eflaust er það vel meint hjá Kára Stefánssyni að styrkja heilbrigðiskerfið með undirskriftasöfnun. En undirskriftarsafnanir eru ekki stjórntæki sem koma i stað þings og stjórnarráðs.

Undirskriftarsöfnun - einnig þjóðaratkvæði - á við þegar um alger undantekningatilvik er að ræða, samanber Icesave-málið. Heilbrigðiskerfið er viðvarandi viðfangsefni. Engin ein ákvörðun gerir það betra eða verra. Þess vegna mun söfnun undirskrifta á netinu ekki gera stóra hluti fyrir heilbrigðiskerfið, nema þá í skamma stund.

Stjórnfesta færi veg allrar veraldar ef undirskriftasafnanir leystu af hólmi pólitíska orðræðu á þingi, í ríkisstjórn og í samfélaginu. Við sætum uppi með múgræði.


mbl.is Reiknar með ásökunum um lýðskrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skák og mát góða fólksins

Æðstiklerkur í Sádí-Arabíu bannar manntafl og segir það tímasóun og tengt veðmálum. Þar með er skákbann orðið að trúarmenningu múslíma. Gagnrýni á skákbann múslíma gæti þótt móðgun við trú þeirra.

Annað dæmi: múslímskir karlar í Englandi komast upp með að banna eiginkonum sínum að læra ensku, samkvæmt frásögn lækna og annarra sem þekkja til. Gagnrýni á ólæsi múslímakvenna er móðgun við múslímska karlamenningu.

Gagnrýni og móðganir eins er hatursorðræða annars.

Góða fólkið er komið með lögregludeild sem fylgist með gagnrýni á trúarmenningu múslíma. Annað tveggja gerist, að við mátum góða fólkið eða góða fólkið setur skák og mát á tjáningarfrelsið.


mbl.is Vita lítið um hatursglæpi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll afneitar eigin þingmönnum

Formaður Samfylkingar, Árni Páll Árnason, afneitar frumvarpi tveggja þingmanna flokksins, Helga Hjörvar og Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur. Framvarpið er um afnám verðtryggingar og sætti harðri gagnrýni þegar það var lagt fram.

Árni Páll segir frumvarpið ekki samrýmast stefnu Samfylkingar og hann muni ekki styðja það. Í þessu máli líkt og mörgum öðrum er erfitt að henda reiður á stefnu Samfylkingar. Flokkurinn á sér ekki pólitíska kjölfestu, er ýmist hægriflokkur eða vinstriflokkur en alltaf tækifærissinnaður.

Sigríður Ingibjörg bauð sig fram gegn Árna Páli á síðasta landsfundi flokksins. Árni Páll hélt formannsembættinu með einu atkvæði. Sennilega ekki með atkvæði Helga Hjörvar.


Bloggfærslur 22. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband