Hiroshima, Auschwitz og lærdómurinn

Sumarið 1945 fréttist af tveim iðnvæddum fjöldamorðum. Í skjóli stríðsins deyddu Þjóðverjar gyðinga og minnihlutahópa í milljónavís með nútímaskipulagi. Helför gyðinga heitir eftir þýska heitinu á pólska bænum sem hýsti stærstu dauðafabrikkuna, Auschwitz.

Seinni iðnvæddu fjöldamorðin eru kennd við japönsku borgirnar Hiroshíma og Nagasaki. Bandaríkjamenn smíðuðu vopn sem trompaði öll önnur og beittu þeim til að knýja Japani til uppgjafar.

Við viljum trúa því að heimurinn breyttist eftir fréttirnar af Auschwitz og Hiroshima. Að sumu leyti varð breyting. Nasisma, sem hugmyndafræði, var úthýst á byggðu bóli. Hugmyndin um algild mannréttindi fékk meðbyr. Kjarnorkuvopn leiddu til kapphlaups sigurvegara seinna stríðs, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, undir skammstöfuninni MAD (mutually assured destruction). Með þeim formerkjum var kjarnorkuvopnum ekki beitt í ófriði.

Annað er óbreytt. Fjöldamorð eru framin í Evrópu, sbr. Srebrenica. Fyrir botni Miðjarðarhafs er viðvarandi stríðsástand, sem byggir á gagnkvæmu hatri frændþjóða og nágranna, hebrea og araba. Af framferði stórveldanna að ráða, bæði í Úkraínu, þar sem Bandaríkin og ESB ýfast við Rússa, og Suður-Kínahafi, þar sem Kína og Japan hnykla vöðvana, virðist sem lærdómurinn um fánýti stríða sé óðum að gleymast.

Siðvit mannsins vex ekki í hlutfalli við tæknilega getu hans að fremja óhæfuverk. 


mbl.is Fullkomin tortíming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband