Veit ekki hvers vegna Björt framtíð tapar fylgi

Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartar framtíðar veit ekki hvers vegna flokkurinn mælist með 4,4 prósent fylgi.

Guðmundur vissi í apríl síðast liðnum hvers vegna Björt framtíð var með gott fylgi, eða ríflega tíu prósent. Þá sagði formaðurinn kotroskinn: ,,Fólk á að kjósa þá sem tala fyr­ir lausn­um og af skyn­semi hverju sinni.“ 

Í málþófinu í vor hætti Guðmundur að tala fyrir lausnum og skynsemin var víðs fjarri. Ef Guðmundur lofar að finna lausnir og verða skynsamur er aldrei að vita nema félagarnir fáu sem mynda Bjarta framtíð veðji á 'ann á ný.

Aulaleg hreinskilni er stundum sniðug pólitík, það sanna dæmin.


mbl.is „Þú gerir ekki rassgat einn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmenning er skálkaskjól ómenningar

Fjölmenning er íslenskun á erlenda hugtakinu ,,multiculturalism" sem var búið til í Evrópu sem valkostur við þjóðmenningu. Fjölmenning varð til sem pólitísk stefna í kjölfar innflytjendastraums til Vestur-Evrópu áratugina eftir seinna stríð.

Í nafni fjölmenningar voru innflytjendur hvattir að halda í menningu heimaslóða, sem aftur leiddi til þess að innflytjendur aðlögðust síður menningu nýrra heimkynna. Önnur afleiðing fjölmenningar var að menningarkimar innflytjenda fóstruðu með sér andstyggð á nærumhverfi sínu og efndu jafnvel til hryðjuverka, til dæmis árás breskra múslíma á meðborgara sína sumarið 2005 þegar yfir 50 saklausir Bretar féllu.

Fjölmenning er orðið skammaryrði í Vestur-Evrópu enda hugtak um misheppnaða innflytjendastefnu. Leiðtogar stærstu ríkja Vestur-Evrópu. Bretlands, Frakklands og Þýskalands gáfu út yfirlýsingar sumarið 2011 um að horfið skyldi frá fjölmenningarstefnu.

Atburðir, sem standa okkur nærri, staðfesta að fjölmenning er skálkaskjól fyrir ómenningu. Danskfæddur múslími ákvað á liðnum vetri að drepa menn sem ekki sýndu spámanningum næga virðingu. Hryðjuverkamaðurinn var skotinn af lögreglu. Við útförina mættu 600 til 800 hundruð manns til að sýna samstöðu með morðingjanum.

Þegar fjölmenning rennur sitt skeið í Evrópu sýnast íslenskir vinstrimenn þess albúnir að taka hana upp á sína arma. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur mærir fjölmenningu í vikulegum pistli í Fréttablaðinu. Að hætti áróðursmanna býr Guðmundur Andri til ímyndaðan andstæðing, strámann, úr fjölmenningu og kallar fámenningu - sem hann, auðvitað, dundar sér við að salla niður.

Sigurður Nordal skrifaði fyrir daga fjölmenningar bókina Íslensk menning. Þar segir á bls. 31 að vanmetakennd sumra Íslendinga leiði þá í ,,freistni hroka eða undirlægni, þröngsýni eða apaskapar." Greining Sigurðar hittir fyrir vinstrimenn í fjölmenningartrúboði.


Kúrdar, Rússar og ruglið í utanríkisstefnu Íslands

Ísland er sem Nató-ríki ábyrgt fyrir morðárásum Tyrkja gagnvart Kúrdum. Ísland er sem taglhnýtingur ESB í viðskiptastríði við Rússa vegna stórveldaátaka í Úkraínu.

Við eigum að fordæma árásir Tyrkja á Kúrda og afturkalla stuðning okkar við Evrópusambandið í deilu þess við Rússa um forræði yfir Úkraínu.

Utanríkisstefna Íslands virðist mótuð í siðferðislegu tómarúmi þar sem þeir ráða för er búa að skertustu dómgreindinni. Útkoman er eftir því: Ísland styður morð á Kúrdum og tekur þátt í aðför að öryggishagsmunum Rússa.


mbl.is 390 Kúrdar féllu á tveimur vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband