Promens reynir fjárkúgun, fær stuðning Samfylkingar

Promens vildi niðurgreiddan gjaldeyri til að fjárfesta erlendis en fékk ekki og hótar nú að flytja höfuðstöðvarnar úr landi.

Á mannamáli heitir þetta fjárkúgun.

Ekki kemur á óvart að Samfylkingin styðji Promens.


mbl.is Vildi gjaldeyri á afslætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grikkland og Kýpur án evru í faðm Rússa

Alexi Tsipras forsætisráðherra Grikkja heimsótti starfsbróður sinn á Kýpur, sem er álíka gjaldþrota og Grikkland, gagngert til að auglýsa að sameiginlegt brotthvarf þeirra beggja úr evru-svæðinu myndi setja Suðaustur-Evrópu í uppnám.

Til að ekkert færi á milli mála sagði Tsipras að Grikkir og Kýpverjar gætu miðlað málum milli Evrópusambandsins og Rússlands vegna Úkraínu-deilunnar. Undirliggjandi hótun er að Rússum verði hjálpað að opna nýja víglínu í Suðaustur-Evrópu í gegnum Grikkland/Kýpur ef ESB lætur ekki undan kröfum Grikkja um stórfelldar afskriftir af skuldum.

Bæði Tsipras og fjármálaráðherra hans, Yanis Varoufakis, eru sagðir plotta á mörgum hæðum. Þeir ýmist hóta eða lofa, biðjast vægðar eða hnykla vöðvana í valdaskaki. Vandinn við slík plott, eins og gamlir Alþýðubandalagsmenn vita, er að halda þræði milli hæða. Ef þráðurinn slitnar fer illa fyrir Tsipras og Grikkjum.


mbl.is Obama stendur með Grikkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðirnir og sósíalistaríkið Ísland

Hávaðinn í húsnæðisumræðunni er skipulagður í tengslum við lausa kjarasamninga. Ætlunin er að mjólka ríkið í þágu verktaka annars vegar og hins vegar kaupenda.

Í ljósi þess að lífeyrissjóðirnir eru þegar á fasteignamarkaði, í gegnum ýmsa vaxtasjóði, og hafa þar með stuðlað að fasteignabólu, er eðlilegast að þeir komi sjálfir að átaki í húsnæðismálum.

Meginþungi krafna verkalýðshreyfingarinnar beinist ekki að viðsemjendum, Samtökum atvinnulífsins, heldur að ríkissjóði. Þetta segir forseti ASÍ

Hann seg­ir það vera fyrst og fremst í hönd­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar að búa svo um hnút­ana að þjóðarsátt gæti skap­ast. Gylfi nefn­ir í því sam­bandi skatt­kerfið, vel­ferðar­kerfið, bæði hús­næðismál og heil­brigðismál, og eins mennta­kerfið.

Samkvæmt orðum forseta ASÍ er Ísland orðið að sósíalistaríki þar sem ríkisvaldið skipar fyrir um kaup og kjör á vinnumarkaði. Næsta skrefið er áætlunarbúskapur með fimm ára áætlunum.


mbl.is „Allt á eftir að loga hérna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband