Vinstrasvekkelsi út í 365-miðla

Egill Helgason og Ólína Þorvarðardóttir auglýsa svekkelsi vinstrimanna með val Fréttablaðsins/365-miðla á viðskiptum ársins og verðlaunum til leiðtoga ríkisstjórnarinnar, Sigmundar Davíðs og Bjarna Ben.

Björn Bjarnason rifjar upp að vinstrimenn töldu sig eiga hauka í horni þar sem Baugsútgáfan var. Fjölmiðlapólitískt bandalag Baugsmiðla og Samfylkingar var ein skýringin á kosningasigri flokksins 2007. ,,Baugsstjórnin" var nafn sem framsóknarmenn kölluðu samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks - sem síðar fékk viðurnefnið ,,hrunstjórnin." 

Jón Ásgeir stýrir Baugsmiðlum í þágu viðskiptahagsmuna sinna. Vinstrimenn líta svo á að með verðlaun til forsætis- og fjármálaráðherra sé lokið skjallbandalagi Baugsmiðla og vinstriflokkanna, einkum Samfylkingar. RÚV er þá eini öryggi fjölmiðill vinstrimanna. Það má svekkja sig af minna tilefni.


Sanngjörn laun bankastjóra, vanþroska umræða

Meðallaun á Íslandi eru á milli 500 og 600 þús. á mánuði. Við erum hátekjuland í alþjóðlegum samanburði. Það hljómar ekkert út úr korti að bankastjóri ríkisbanka sé með ferföld meðallaun.

Umræðan um hækkun mánaðarlauna bankastjóra Landsbankans sýnir að launaumræðan hér á landi er vanþroska.

ASí og verkalýðshreyfing almennt ætti fyrir löngu að efna til umræðu um sanngjörn laun og launabil ólíkra starfa. Miðað við fyrirferð launadeilna og kjarasamninga í þjóðfélagsumræðunni er óskiljanlegt að launahlutföll starfa skuli ekki fá athygli.


mbl.is Laun bankastjóra hækka um 41%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríki íslams er meira en landssvæði

Gangi það eftir, að Ríki íslams í Írak og Sýrlandi verði afmáð á næsta ári, mun öfgahyggjan að baki engu að síður lifa áfram.

Ríki íslams er afsprengi trúarmenningar múslíma sem tekur mið af heimsmynd miðalda fremur en nútíma. Trúarmenningin er samofin siðum og venjum arabískra múslíma.

Tilraunir til lýðræðis í miðausturlöndum mistakast. Meira en helmingur, 57%, aðspurðra í stórri könnun meðal múslíma segja arabíska vorið hafa verið neikvætt.

Lýðræði er vestrænt fyrirbrigði og ekki sjálfgefið að það verði heimfært upp á aðra menningu. En þegar múslímar hafa fengið smjörþefinn af samfélagi stjórnað samkvæmt kennisetningum spámannsins, eins og Ríki íslams, er tímbært að bjóða upp á valkost sem stendur nær nútíma en miðöldum. Múslímar verða sjálfir að ráða fram úr sínum málum.


mbl.is Ríki íslams verður „tortímt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband