Ríki íslams, fasismi og smáfylkingin

Ræðan sem vakt mesta athygli, þegar breska þingið ræddi hvort ætti að hefja lofárásir á herskáa múslíma í Sýrlandi, var flutt af Hilary Benn þingmanni Verkamannaflokksins

Síðasti hluti ræðunnar, frá 12:20, var beinlínis ætlaður félögum Verkamannaflokksins. Þar segir Benn skýrt og ótvírætt að Ríki íslams sé fasismi, hreinn og klár, sem fyrirlíti vestrænt lýðræði og mannréttindi.

Smáfylkingin á Íslandi talar iðulega eins og Ríki íslam ætti að mæta með félagsmálapakka. Fasismi verður ekki sigraður með góðgerðum.


mbl.is Bretar hefja loftárásir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar besti kosturinn

Ólafur Ragnar Grímsson er besti kosturinn í embætti forseta Íslands. Á meðan stjórnmálakerfið er í uppnámi, samanber fylgi Pírata, er æskilegt að búa við trygga forystu í æðsta embætti þjóðarinnar.

Ólafur Ragnar kann og veit; það sást í Icesave-deilunni, norðurslóðaumræðunni og varnaðarorðum hans um uppgang öfgatrúarmanna.

Starfsþrek Ólafs Ragnars er óskert og hann er maðurinn sem ætti að gæta Bessastaða næsta kjörtímabil.


mbl.is Skorað á Ólaf Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vestrænir vinir meðal múslíma hættulegir

Tyrkir óttast Kúrda og kröfur þeirra um sjálfsstjórn meira en Ríki íslam. Tyrkir gerðu ekkert til að hjálpa Kúrdum í baráttunni um Kobane þegar Ríki íslams sat um borgina. Ásakanir Rússa um að ráðandi öfl í Tyrklandi geri sér Ríki íslams að féþúfu er ekki hægt að sópa af borðinu.

Tyrkir eiga að heita vestrænir bandamenn, eru í Nató og vilja inn í ESB. Þótt þeir leiki tveim skjöldum eru Tyrkir hátíð á við Sádi-Araba sem að nafninu til eru bandamenn vestrænna þjóða.

Bæði er að Sádar stunda stórfelldan útflutning á múslímafasisma og eru í seinni tíð sjálfstæð uppspretta óstöðugleika. Í hálfa öld er wahabismi, öðru nafni múslímafasismi, niðurgreidd útflutningstrúboð ráðandi afla í Sádi-Arabíu, segir þýska útgáfan FAZ. Wahabismi er andlegt fóður sem hryðjuverkamenn nærast á, einnig þeirra sem kenna sig við Ríki íslam.

Til að bæta gráu ofan á svart standa ráðandi öfl í Sádi-Arabíu fyrir auknum óstöðugleika í mið-austurlöndum, eins og hann sé ekki nógur fyrir. Skýrsla þýsku leyniþjónustunnar um valdabaráttu innan konungsfjölskyldunnar og áhrif hennar á útþenslustefnu Sáda er endursögð í breskum fjölmiðlum.

Upplausnarástandið í mið-austurlöndum mun vara lengi þegar svokallaðir bandamenn vestrænna ríkja láta ekki sitt eftir liggja að bæta eldsneyti á ófriðarbálið.


mbl.is Hafna ISIS-ásökunum Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband