Ólafur Ragnar besti kosturinn

Ólafur Ragnar Grímsson er besti kosturinn í embætti forseta Íslands. Á meðan stjórnmálakerfið er í uppnámi, samanber fylgi Pírata, er æskilegt að búa við trygga forystu í æðsta embætti þjóðarinnar.

Ólafur Ragnar kann og veit; það sást í Icesave-deilunni, norðurslóðaumræðunni og varnaðarorðum hans um uppgang öfgatrúarmanna.

Starfsþrek Ólafs Ragnars er óskert og hann er maðurinn sem ætti að gæta Bessastaða næsta kjörtímabil.


mbl.is Skorað á Ólaf Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldinn

Er semsagt engin Íslendingur sem getur gengt þessu embætti nema Ólafur.  Þú segir að hann sé besti kosturinn þegar engin annar hefur gefið kost á sér í embættið.  Ég hef svo sem ekkert á móti Ólafi en geri mér grein fyrir því að hann stuðar fullt af fólki og verður því varla þannig forseti að hann sameini þjóðina í einhverjum málum.

Baldinn, 3.12.2015 kl. 16:03

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Mæl þú manna heilastur sem jafnan kæri Páll. Enginn augljós kostur er fyrir hendi miðað við þá umræðu sem farið hefur fram um aðra mögulega frambjóðendur í embættið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.12.2015 kl. 16:36

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mér finnst vanta umræður um einhver FORGANGS-MÁLEFNI í þessa kosningabaráttu.

Langbest væri ef að allir forsetaframbjóðendur settu 3 stærstu baráttumálin sín einhversstaðar í rétta forgangsröðun á sínum kosninga-síðum.

Jón Þórhallsson, 3.12.2015 kl. 17:16

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Eitt baráttumál Ólafs ætti að vera að koma á þjóðstjórn í landinu þar til skiptingu valds verði þjóðinni í hag og ekki eins og er núna með vald og auðlindir hjá fámennri klíku.

Eyjólfur Jónsson, 3.12.2015 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband