Vextir eru uppeldi, refsingin er verðbólga

Vextir eru uppeldisatriði. Of lágir vextir þýða bruðl fólks og fyrirtækja sem haga sér eins og enginn sé morgundagurinn.

Ef uppeldið virkar ekki, fólk eyðir eins og peningarnir vaxi á trjánum, kemur verðbólga.

Íslenska þjóðin er ofvirk í eyðslu og framkvæmdagleði. Af þeirri ástæðu þurfa vextir að vera nokkru hærri hér en á öðru byggðu bóli. Hefur nákvæmlega ekkert með gjaldmiðilinn að gera.

 


mbl.is Verðbólguvæntingar markaðsaðila lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkaframtakið olli hruni, ríkið reddaði okkur

Einkaframtakið rændi bankana að inna og leiddi hrunið yfir þjóðina. Ríkisvaldið bjargaði okkur þar sem helsta verkfærið var margblessuð krónan.

Allir bankar eru á ábyrgð ríkisins, enda seðlabankinn þrautalánveitandi.

Allir bankar eru samfélagsbankar, eiga að þjóna hagsmunum samfélagsins og eru með ríkisábyrgð.

Að selja ríkisbanka til einkaframtaksins núna er eins og að afhenda nýdæmdum brennuvargi bensínbrúsa og eldspýtur og vona það besta.


mbl.is Már: „Sitjum á viljugum fola“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höftin eru mest ímyndun

Almenningur fann aldrei fyrir höftum. Fólk ferðaðist til útlanda, gat keypt ríflega af gjaldeyri og pressað kortin sín eftir efnum og ástæðum til að kaupa í útlöndum. Stórnotendur gjaldeyris fundu fyrir höftum.

Engin teikn eru um að höftin hafi valdið skaða í efnahagskerfinu. Ekki er hægt að rekja fasteignabóluna til hafta - hún er líka í London þar sem engin höft eru.

ESB-sinnar mögnuðu upp umræðuna um höft til að hræða okkur til fylgis við evru og ESB-aðild. Eins og oft áður er Árni Páll formaður Samfylkingar með meistaratakta í áróðrinum.

 


mbl.is Höftum lyft að loknu uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband