Ekki hryðjuverk, heldur stríð

Stefan Aust, einn virtasti blaðamaður Þýskalands, m.a. sérfræðingur í Baader-Meinhof, segir í uppslætti Die Welt: þetta eru ekki hryðjuverk, heldur stríð.

Stríðsástandið mun vara lengi, í mörg ár ef ekki áratugi.

Vestrænar þjóðir, Íslendingar meðtaldir, verða að endurskoða grunngildi sín og forgangsraða hverjum ber að halda - til að tapa þeim ekki öllum.

 


mbl.is Gróf atlaga að grunngildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslímtrú er uppspretta Ríkis íslam

Múslímsk trú fóstrar öfgar sem birtist í Ríki íslam og annarra hryðjuverkahópa sömu ættar. Trúfrelsi er einn horsteina vestrænnar menningar. Vestræn vörn gegn trúarhryðjuverkum getur tæplega verið að banna múslímatrú án þess að tapa um leið vestrænum gildum.

Afleiðingar af hryðjuverkunum í París verða í bráð tvíþættar. Í fyrsta lagi verður forgangur vestrænna ríkja að takmarka útbreiðslu trúarmenningar múslíma. Áhrifin á afstöðu til viðtöku flóttamanna frá ríkjum múslíma verða djúptæk og varanleg.

Í öðru lagi verður stóraukin áhersla á að uppræta vígahreiður múslíma í mið-austurlöndum.

Stríðsástand milli vestrænnar menningar og múslímamenningar verður í gildi þangað til múslímar veraldarvæðast. Trúarmenning breyst hægt og tekur nokkrar kynslóðir.


mbl.is Ríki íslam lýsir yfir ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Franska byltingin og neyðarástand lýðræðisins

Franska byltingin færði vestrænum þjóðum mannréttindi og lýðræði fyrir 226 árum. Hryðjuverkin í París eru bein árás á rétt fólks að koma saman á almennum vettvangi án ótta um líf og limi.

Eftir París föstudaginn 13. nóvember 2015 eru vestræn mannréttindi og lýðræði í uppnámi. Þegar á vogarskálum eru lýðréttindi annars vegar og hins vegar mannslíf víkja réttindin.

Neyðarástand lýðræðisins setur mark sitt á stjórnmál og samskipti þjóða og menningarheima um langan aldur.

 

 


mbl.is Heitir miskunnarlausu stríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband