Hamas þrífst á stríði

Hamas-samtökin eru hryðjuverkasamtök sem hvorki vilja né geta þrifist án vopnaskaks. Velviljaðir álitsgjafar, svo sem Daniel Hannan og Maurice Ostroff, vekja athygli á því að Gaza gæti verið velmegunarsamfélag.

Ísraelar yfirgáfu Gaza fyrir tæpum áratug og urðu ísraelsk yfirvöld að beita landa sína hörðu, sem höfðu tekið sér þar bólfestu. Allar forsendur voru til að búa arabískum þegnum Gaza betri lífskjör. Landamærin voru opin og iðnaður, verslun og viðskipti á milli Ísraels, Gaza, vesturbakkans og Egyptalands voru í allra þágu - nema þeirra sem kunna helst vopnaskak og hryðjuverk.

Hlutlægir greinendur ástandsins í Gaza, t.d. Jeroen Gunning, sem BBC birtir, og Azeem Ibrahim eru sammála um að örvænting Hamas-samtakanna leiddi til blóðbaðsins sem nú stendur yfir.

Landssvæði Palestínumanna er skipt: Gaza, þar sem Hamas ræður, og Vesturbakkanum, þar sem Fatha er yfirvaldið. Munurinn á þessum samtökum er m.a. að Hamas viðurkennir ekki Ísraelsríki og vill vopnaða baráttu en Fatha viðurkennir Ísraelsríki og vill samninga um tveggja ríkja lausn.

Vegna óaldar annars staðar meðal arabískra múslíma, í Egyptalandi, Sýrlandi og Írak missti Hamas fjárstuðning og stóð frammi fyrir gjaldþroti í sumar. Myndun þjóðstjórnar Hamas og Fatha var á dagskrá en fór út um þúfur vegna þess að Hamas neitaði að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis.

Hamas rændi ísraelskum unglingum og drap þá og hóf eldflaugaárásir á Ísrael til að knýja fram gagnárásir Ísraelsmanna. Blóðbaðið átti síðan að nota til að auka stuðning við Hamas.

Hamas eru hryðjuverkasamtök sem kunna ekki að stjórna nema með ofbeldi. Gaza er slömm, ekki vegna Ísraels, heldur vegna þess að Hamas einbeitir sér að vopnaðri baráttu sem er innblásin trúarofstæki. Tillögur um að gera Gaza að Singapúr Miðjarðarhafs stranda á valdspeki Hamas sem tvinnar saman trú og ofbeldi.

 


mbl.is Hamas rændi unglingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband