Eftirhrunið og samkeppni öfganna

Vinstrimenn gera Seðlabanka Íslands undir forystu Davíðs Oddssonar ábyrgan fyrir hruninu. Ekkert er fjarri sanni - Davíð varaði við útþenslu bankakerfisins en reyndi að bjarga því þegar það var komið að fótum fram enda er það hlutverk seðlabanka.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. lagði sig í líma að festa hrunið á Davíð, m.a. með aðför að seðlabankastjórunum þrem.

Öfgar geta af sér öfgar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson talaði í áratugi fyrir þeirri hugmyndafræði sem var forsenda útrásar og þar með hruns -  frjálshyggjunni. Núna stýrir Hannes rannsókn á göllum þeirrar hugmyndafræði sem hann mæri enn. 

Samkeppni öfganna lætur ekki að sér hæða.

 

 

 

 


mbl.is Hannes metur áhrifaþætti hrunsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísrael upplýsir afbrot, Hamas hylmir yfir

Ísrael upplýsir morð á palestínskum pilti í siðustu viku, rétt eins og lögregluyfirvöldum í lýðræðisríkjum er ætlað. Lögregluyfirvald Palestínumanna á Vesturbakkanum hinn bóginn hylmir yfir morð á þrem ísraelskum ungmennum í síðustu viku.

Þetta er munurinn á Ísrael og Hamas-stýrðum Vesturbakka: Ísrael er um það bil lýðræðisríki en Vesturbakkanum er stjórnað af hryðjuverkamönnum.


mbl.is Viðurkenna að hafa myrt piltinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland fjárfestir, ESB ekki

Fjárfestingar á Íslandi aukast. Stórar atvinnugreinar eins og útgerð og byggingariðnaður setja fjármagn í framtíðarvöxt. Í Evrópusambandinu er fjárfesting á hinn bóginn í lágmarki.

Vextir eru í sögulegu lágmarki í ESB og ætti það að vera hvatning til fjárfestinga. Raunar eru lágir vextir orðnir sérstakt vandamál sem gæti leitt til nýrrar fjarmálakreppu, segir BIS, sem nefndur er seðlabanki seðlabankanna.

Fjárfestingar eru til framtíðar. Sannfæring um að fjárfesting skili betri afkomu er mótorinn sem knýr áfram viljann til að fjárfesta. Á Íslandi er sannfæringin fyrir hendi en ekki í Evrópusambandinu.  


mbl.is Fjárfestingar á evrusvæðinu í lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband