RÚV tapar ef Hanna Birna stenst atlöguna

Fréttastofa RÚV er kominn međ snöruna um um hálsinn í máli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráđherra. RÚV stökk til og léđi DV-slúđurfrétt trúverđugleika. Í hádegisfréttum í dag kyndir RÚV undir pólitísku slúđuratlögunni ađ Hönnu Birnu. Ţar kemur fyrir ţessi stórundarlega setning

Samkvćmt upplýsingum fréttastofu er máliđ ofarlega í huga ţingmanna flokksins ţótt skiptar skođanir séu um ţađ.

Stíllinn er frá Gróu á Leiti. Hvađ ţýđir ađ mál sé ,,ofarlega í huga ţingmanna"? Ađ ţeir fylgist međ fréttum? Og um hvađ eru ,,skiptar skođanir" í ţingflokki Sjálfstćđisflokksins? Hvers vegna eru engir ţingmenn nafngreindir?

Fréttastofa RÚV tapar trúverđugleika ef Hanna Birna stenst slúđur-atlögu DV. Fréttastofan mun ţess vegna gera allt sem hún getur til ađ auka líkurnar á afsögn innanríkisráđherra. 

 


Launasjálftekt stjórnenda - engin pólitísk viđbrögđ

Stjórnendur í fjármálastofnunum og stórfyrirtćkjum steyptu okkur í hruniđ 2008. Stjórnendur keyrđu fyrirtćki í ţrot međ yfirskuldsetningu og bruđli. Til ađ ná atvinnulífinu í gang varđ ađ efna til mestu skuldaafskrifta sögunnar. Íslenskir stjórnendur eru sannanlega lélegt vinnuafl og á fáránlega háum launum.

Stjórnendur lćrđu ekkert af grćđgisvćđingu útrásarinnar. Ţeir taka til sín meiri prósentuhćkkanir í launum en almennir launţegar og stefna efnahagslegum stöđugleika í hćttu.

Lítil sem engin pólitísk viđbrögđ eru vegna frétta af launasjálftekt stjórnenda.

Einu sinni voru starfandi í landinu stjórnmálaflokkar sem létu launajafnrétti til sín taka. Hvađ varđ um ţá?


mbl.is Launaskriđ stjórnenda stađreynd
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 31. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband