RÚV tapar ef Hanna Birna stenst atlöguna

Fréttastofa RÚV er kominn með snöruna um um hálsinn í máli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. RÚV stökk til og léði DV-slúðurfrétt trúverðugleika. Í hádegisfréttum í dag kyndir RÚV undir pólitísku slúðuratlögunni að Hönnu Birnu. Þar kemur fyrir þessi stórundarlega setning

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið ofarlega í huga þingmanna flokksins þótt skiptar skoðanir séu um það.

Stíllinn er frá Gróu á Leiti. Hvað þýðir að mál sé ,,ofarlega í huga þingmanna"? Að þeir fylgist með fréttum? Og um hvað eru ,,skiptar skoðanir" í þingflokki Sjálfstæðisflokksins? Hvers vegna eru engir þingmenn nafngreindir?

Fréttastofa RÚV tapar trúverðugleika ef Hanna Birna stenst slúður-atlögu DV. Fréttastofan mun þess vegna gera allt sem hún getur til að auka líkurnar á afsögn innanríkisráðherra. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það eru áratugir kæri Páll síðan einhvedr taldi að fréttastofa RÚV væri trúverðug. En gott fyrir þá sem telja að ríkið eigi ekki að reka fjölmiðla.

RÚV grefur sér sína eigin gröf hjálparlaust hælgt en örugglega. Andstæðingar ríkisfjölmiðla þurfa einungis að bíða rólegir því sönnunargagn nr. 1 gegn RÚV skaffar RÚV sjálft.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2014 kl. 14:52

2 Smámynd: Baldinn

Predikari. Ég treysti fréttastofu Ruv og ég er einhver.  Á ég kanski frekar að treysta 365 , Dv eða MBL.

Baldinn, 31.7.2014 kl. 15:01

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Bakdinn - þú telst varla einhver. Þú er4t einn af fáum risaeðlum sem treysta RUV og margt vinstrimanna sem gerir það einnig, en þeir hinir sömu eru fastir í möntrunni sem ykkur var kennd af flugfreyjunni og jarðfræðinemanum - og kemur engum á óvart að þú féllst fyrir henni og sönglar sleitulaust.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2014 kl. 15:18

4 Smámynd: Baldinn

Predikari.   Þakka þér hlý orð í minn garð og mikinn skilning.

Baldinn, 31.7.2014 kl. 15:30

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

1) Umboðsmaður Alþingis talar við Lögreglustjóra og Ríkissaksóknara.

2) Umboðsmaður Alþingis kallar í kjölfarið eftir skriflegum skýringum ráðherra á afskiptum hennar á rannsókn á hugsanlegum lögbrotum hennar og/eða hennar ráðuneytis

3) Ef málið væri ekki "ofarlega í huga" þingmanna Sjálfstæðisflokks þá eru þeir allir sem einn sofandi.

4) RÚV hefur vafalítið talað við 3, 4 eða fleiri þingmenn xD.

Það sem ég skil ekki, af hverju þú Páll Vilhjálsmsson, ert að taka upp hanskann fyrir ráðherra sem er búinn að mála sig útí horn og það er STAÐFEST og óumdeilt að hún hafi logið að Alþingi um þetta mál.

Skeggi Skaftason, 31.7.2014 kl. 15:44

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Baldinn - bara sjálfsagt og velkomið ;)

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2014 kl. 15:52

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Skeggi.

Þetta er einungis eitt kornið til viðbótar í vindmyllureið RÚV á la Don Quixote af þúsundum ef ekki tugþúsundum. 

Spurningin er kannski frekar - er ekki bara verið að klára málið út úr höndum hvíslaranna á DV og RÚV ? Tryggvi mun sjá til að setja málið niður þannig aðúr því verður skorið endanlega.

 Reyndu frekar að halda vatni þínu og bíða leiksloka áður en þú gasprar sem DV eða RÚV væri.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2014 kl. 15:55

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Öðruvísi mér áður brá, hvernig er þetta með ráðherraábyrgðir,? þurfa ekki að liggja fyrir skýlaus brot þeirra en ekki RÚV-eftirhermi- dylgjur um eitthvað. Hafa fordæmi einhvert gildi? Hafa ráðherrar nokkurntíma verið sakaðir um lygi,? Líklega oft,en aldrei svo hreint og klárt sönnuð eins og í Icesave. Það þykir þessum vandlætingahópi ekki neitt,líklega orðnir svo stórir að geta réttlætt allan óþvera sem frá þeim kemur með því að þeir séu trúboðar Brussels-himnaríki.

Helga Kristjánsdóttir, 31.7.2014 kl. 16:20

9 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Ég hef örugglega orðið vitni að meiri steypu en hér inni, en í sannleika sagt man ég bara ekki hvenær...

Jón Kristján Þorvarðarson, 31.7.2014 kl. 17:08

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott eiga þeir sem gleyma!

Helga Kristjánsdóttir, 31.7.2014 kl. 17:13

11 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það yrði sannarlega eftirsá í Hönnu Birnu. Mörgum er hins vegar hugsað til þegar atlaga DV gegn Bjarna Benediktssyni tók sem hæst og þáttaka Viðskiptablaðsins í þeim árásum. Það verður sein haldið fram að Páll Vilhjálmsson hafi verið að fara á taugum. Margir gagnrýna Bjarna nú að krefjast þess ekki að Hanna Birna segi af sér. Ætli Bjarni sé ekki minnugur hversu mikið var að marka DV þá? Vonandi hafði Páll Vilhjálmsson líka þá sínar efasemdir og varði Bjarna með kjafti og klóm.

Sigurður Þorsteinsson, 31.7.2014 kl. 21:18

12 Smámynd: Skeggi Skaftason

já menn eru hér að rifja það upp þegar Bjarni átti þátt í því að veðsetja baksjóð Sjóvár vegna brasksins í Singapore eða var það Malaysíu, sem endaði með gjaldþroti Sjóvár og 4 milljarða innspýtingu frá ríkissjóði. Eða hann kvittaði víst bara uppá umboðið fyrir pabba ...

Predikari:

já vonandi verðu skorið úr þessu máli og það DV að þakka að það verði gert.

Skeggi Skaftason, 31.7.2014 kl. 22:05

13 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Skeggi, ég kynnti mér þetta mál mjög vel með í hópi lögmanna. Eftir að því lauk hef ég séð afar fáa sem halda fram slíkum rógbuði. Eftir að dómstólar hafa fjallað um málið, væri æskilegt að svona fullyrðingar færu fyrir dómstóla. Er ekki í nokkrum vafa það þú yrðir dæmdur fyrir rógburð. Uppeldi þitt er engin afsökun.

Sigurður Þorsteinsson, 31.7.2014 kl. 22:26

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Nei Skeggi - það verður Tryggva að þakka.

Bjarni var lögmaður föður síns og föðurbróður og hafði prókúru fyrir þá þegar þeir voru erlendis og þurfti að skrifa upp á skjöl fyrir þeirra hönd. Það gerði hann sem lögmaður eftir fyrirmælum þeirra, ekki að eigin frumkvæði.

Milljarða tugur og tveir betur ef ekki fjórir voru þeir sem jarðfræðineminn setti inn í hreinu vinstristjórn flugfreyjunnnar og það heimildarlaust af Alþingi og setti á á klafa skattgreiðanda - öðru vísi en Geir H Haarde gerði, hann leyfði bönkunum að fara á hausinn og lét skattgreiðendur ekki blæða eins og jarðfræðineminn gerði í tilfelli Sjóvár, sem og sparisjóða vina sinna og auðvitað vegna þess að flugfreyjan og jarðfræðineminn skulduðu útrásarvíkingunum greiða þá borguðu þau þeim greiðann á okkar kostnað með því að gefa þeim tvo stærstu ríkisbankana á kostnað minn og þinn og annarra skattgreiðanda. EN hýenurnar (vogunarsjóðirnir) fengu bankana gefins og fullyrt er að stærstu eigendur þessara vogunarsjóða eru einmitt útrásarhöfðingjarnir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2014 kl. 22:37

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta mál er að mörgu leiti furðulegt. Ljóst er að ákv. öflum innan sjallaflokks leiðist ekkert að bola innanríkisráðherra úr embætti. Þetta er alveg ljóst. Á bak við það er ein saga sem of langt mál er að fara útí hér.

Hitt er svo annað mál, að framferði innanríkisráðherra í embætti er svo eins og það er og líka er óþarfi að rifja upp hér svo vel kunn sem sú hörmungarsaga er.

Hinnsvegar setur maður spurningarmerki við val sjalla á aðstoðarmönnum ráðherra. Því eg hef enga trú á að ráðherrar einir velji aðstoðarmenn.

Þessir aðstoðarmannaembætti virðast aðallega til þess að raða flokksgæðingum á garðann ásamt vinum og vandamönnum framsjalla.

Að innanríkisráðherra og sjallaflokkur skildu þá velja al-kunnann fordómaeinstakling sem aðstoðarmann á ráðherraleveli - það er alveg með ólíkindum.

Einstaklingurinn var allt of hægri-sinnaður til að vera hæfur sem aðstoðarmaður á ráðherraleveli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.8.2014 kl. 00:21

16 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Getgátur og slúðurgerð,er vörumerki andstæðinga ríkisstjórnarinnar. Ein löng saga enn,um flokkssystkyn Hönnu Birnu, skrifuð af Ólíkum kindum.

Helga Kristjánsdóttir, 1.8.2014 kl. 01:52

17 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það verður fróðlegt að sjá hvaða niðurstaða kemur frá Umboðsmanni Alþingis eftir upphlaup hans. 1. Ef innanríkisráðherra hefur brotið lög með því að tala við lögreglustjóra meðan hann rannsakar innanríkisráðurneytið, hefur þá lögreglustjóri ekki líka brotið lög með því að kæra ekki innanríkisráðherra.2.Mun ríkissaksóknari ákæra bæði lögreglustjára og innanríkisráðherra fyrir samráð um rannsóknina ef Umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu sem virðist helsta ástæða þess að hann er að skoða málið,að innanríkisráðherra hafi ekki mátt tala við lögreglustjóra meðan hann rannsaki innanríkisráðuneytið. Rugl umboðsmanns er ekki minna en rúvvsins og vinstra liðsins.Umboðsmaður,lögreglustjóri og saksóknari eru búin að koma sér í slíka steypu að allt útlit er fyrir að þau sitji föst í henni sjálfum sér til skammar.

Sigurgeir Jónsson, 1.8.2014 kl. 02:42

18 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sigurgeir Jónsson,

það er alls ekki víst að það sé lögbrot af ráðherranum af vera að skipta sér ítrekað af lögreglurannsókninni sem beinist m.a. að henni sjálfri, en það er óásættanleg stjórnsýsla.

EINHVER braut af sér í ráðuneytinu, braut lög. Um það er ekki deilt.

Grunur beinist helst að þremur einstaklingum, ráðherra og tveimur aðstoðarmönnum hennar. Lögreglan er að rannsaka þessi brot og ÞAÐ ER ÓEÐLILEGT að einn hinna grunuðu, sem er jafnframt yfirmaður Lögreglustjóra, SKIPTI SÉR AF rannsókninni.

Eru hægrimoggabloggkórinn virkilega ósammála því??

Skeggi Skaftason, 2.8.2014 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband