Uppgjöf Íslands; fyrst ESB, núna Noregur

Vanmetakindur þjóðarinnar gefast unnvörpum upp á ESB-umsókninni. Í stað þess að flytja fullveldið til Brussel er komin hreyfing að sækja um aðild að Noregi.

Gunnar Smári Egilsson er höfundur hreyfingarinnar og fær stuðning frá vinstrisinnuðum álitsgjöfum eins og Agli Helga.

Gunnar Smári var hægri hönd Jóns Ásgeirs og réð fyrir fjölmiðladeild Baugsveldisins á tíma útrásar. Gunnar Smári reyndi fyrir sér með prentsmiðjurekstur í Bretlandi og blaðaútgáfu í Danmörku og reið ekki feitum hesti þaðan. Áður en veruleikinn greip í taumana var Smárinn með áætlun um að sigra Bandaríkin með ókeypis Fréttablaði. Hann varð aðstoðar borgarstjóra í nokkra daga - en þá hrundi meirihlutinn.

Gunnar Smári er sem sagt rétti maðurinn til að leiða vanmetakindur þjóðarinnar til fyrirheitna landsins.


12,9% pólitík

Samfylkingin fékk 12,9% fylgi í síðustu þingkosningum við utanríkisstefnu sína, að koma Íslandi inni Evrópusambandið. Samfylkingin ætlar sér núna að skipa málum fyrir botni Miðjarðarhafs.

Samfylkingin býr til stefnumál í hita augnabliksins; Ísland átti að redda sér úr hruni með aðild að ESB og núna stendur Ísraelsríki vel til höggs og þá erum að gera að slá pólitískar keilur.

Formaður Samfylkingar er með flokkinn í leiðangri sem gæti minnkað fylgið úr rauðvínsprósentu niður í bjórstærð. 


mbl.is Samfylkingin fordæmir aðgerðir Ísraelsstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband