ESB umsókin + 16.07.09 - 15.07.14 +

ESB-umsókn Samfylkingar og svikulla þingmanna VG var samþykkt með naumum meirihluta á alþingi 16. júlí 2009. Umsóknin átti erfiða daga enda vangefið óhræsi. Hún var endanlega tekin tekin af lífi daginn fyrir fimm ára afmælið. 

Evrópusambandið hætti aðildarviðræðum við Ísland árið 2011, þegar ekki tókst að opna sjávarútvegskafla viðræðnanna. Fyrir kosningarnar 2013 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sig. að setja viðræðurnar á ís. Samninganefnd Íslands var leyst upp eftir síðustu þingkosningar. Núna lýsir nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB að næstu fimm árin verði ekki tekið við nýjum aðildarríkjum.

ESB-sinnar eins og Stefán Ólafsson draga þá ályktun að ESB-umsókn Íslands er dauð og grafin í að minnsta kosti fimm ár. Stefán leggur til að fólk fylgist með því hvert ESB þróist og gefi sér nægan tíma til þess. Betur væri að fleiri ESB-sinnar tækju sér Stefán til fyrirmyndar.

Líkið af ESB-umsókninni liggur fyrir allra augum og rotnar á meðan Ísland er skráð umsóknarríki að ESB. Er til of mikils mælst að ríkisstjórnin husli hræið?


mbl.is ESB stækki ekki næstu fimm árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband