Fjölmiðlar í höndum glæpamanna

Glæpamenn eru samkvæmt skilgreiningu búnir að segja sig úr lögum við samfélagið - annars sætu þeir ekki i fangelsi.

Þegar fjölmiðlar taka orð glæpamanna góð og gild er almannahagur fyrir borð borinn. Fjölmiðlar sem efla áhrif glæpamanna í samfélagsumræðunni gera það annað tveggja af fávisku eða einbeittum vilja að vinna samfélaginu tjón .

Blaðamenn með rænu hljóta að vita að glæpaiðja er ekki iðn þar sem sannsögli og heiðarleiki er í hávegum.

 


mbl.is Alræmdir fangar í Afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öskur er kjarninn í samfylkingarpólitík

Móðursýkisleg öskur einkenna samfylkingarfólk. Í gær var mosku-öskur, í dag laxveiði-öskur. Samfylkingarfólk fer í manngreinarálit þegar þeir öskrar og lætur málefni lönd og leið.

Þannig fær borgarfulltrúi Samfylkingar ekki bágt fyrir að sneiða að trúfélögum en frambjóðandi Framsóknarflokksins er sakaður um rasisma vegna tillögu um að afturkalla byggingarleyfi fyrir mosku í þjóðbraut. 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk ekki öskur á sig þegar hún sem borgarstjóri opnaði Elliðaárnar. Þegar Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson opna Norðurá fá þeir á hinn bóginn samfylkingar-öskur.


mbl.is Jóhanna fordæmir laxveiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björt framtíð Sjálfstæðisflokksins

Flokkur ESB-sinna úr Sjálfstæðisflokknum gæti þjónað sama hlutverki og Björt framtíð Samfylkingu. Björt framtíð hirðir upp fylgi í nágrenni Samfylkingar og kemur með í hús vinstrimanna eftir kosningar, eins og dæmin sanna.

ESB-sinnar eins og Benedikt Jóhannesson, Ólafur Stephensen og Þorsteinn Pálsson vinna að stofnun hægriflokks með aðild að Evrópusambandinu sem meginmál. Líkur eru á því að spurningunni um Ísland og Evrópusambandið verði svarað á meginlandinu. ESB er ekki raunverulegur valkostur næstu árin sökum þess að sambandið er í efnhagslegri og pólitískri kreppu.

Viðreisn er vinnuheiti flokks ESB-sinna úr röðum sjálfstæðismanna. Til að flokkurinn eigi möguleika verður hann að bjóða upp á meira en ESB-aðild. Og þannig verður Viðreisn Sjálfstæðisflokknum það sem Björt framtíð er Samfylkingu.

Ólíklegt er að Viðreins vaxi Sjálfstæðisflokknum yfir höfuð, eins og Björt framtíð Samfylkingunni i Hafnarfirði.
mbl.is Litlar breytingar á fylgi flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríð, sekt og þroski

Sebastien Junger er blaðamaður með stríð sem sérsvið. Í viðtali vegna frumsýningar á heimildarmynd um hermennsku, Koregal, segir Junger að stríð þroski unga menn til ábyrgðar. ,,Sumir hermannanna áttu ekki bíl heima en keyrðu skriðdreka í Afganistan."

Annað einkenni stríðsreyndra er sektin vegna fallinna félaga. Þeir sem komast frá hildarleik finna oft til sektar vegna þeirra sem fórust. Sekt eftirlifenda er ekki bundin við hermennsku. Gyðingar sem lifðu herförina fundu til sektar.

Eftirlifendasekt eykur vitundina um hve lífið er brothætt enda ræður tilviljun oft lífi og dauða. Byssukúla í enni félaga gæti svo auðveldlega hitt mann sjálfan.

Junger segir stríð gefa mönnum þrótt og tilgang. Hermönnum reynist mörgum erfitt að aðlagast hversdagslífinu á ný enda það einatt þróttlítið og merkingarlaust. Annar þrautreyndur stríðsblaðamaður, Chris Hedges, segir blákalt að stríð sé afl sem gefi okkur merkingu. ,,Við" í orðfæri Hedges vísar til þeirra sem gefa sig í stríðsþátttöku.

Stríð býr að merkingu þvert á menningarheima. Ungir múslímskir karlmenn, sem aldir eru upp á Vesturlöndum, leita sér tilgangs með þátttöku í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi.

Mótsögnin sem felst í því að finna lífi sinu tilgang með athæfi sem deyðir og tortímir er í senn augljós og myrk.

 

 

 


Bloggfærslur 4. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband