Fjölmiðlar í höndum glæpamanna

Glæpamenn eru samkvæmt skilgreiningu búnir að segja sig úr lögum við samfélagið - annars sætu þeir ekki i fangelsi.

Þegar fjölmiðlar taka orð glæpamanna góð og gild er almannahagur fyrir borð borinn. Fjölmiðlar sem efla áhrif glæpamanna í samfélagsumræðunni gera það annað tveggja af fávisku eða einbeittum vilja að vinna samfélaginu tjón .

Blaðamenn með rænu hljóta að vita að glæpaiðja er ekki iðn þar sem sannsögli og heiðarleiki er í hávegum.

 


mbl.is Alræmdir fangar í Afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fangar eru nú mennskir menn. Reyndar hef ég kynnst nokkrum mönnum sem sátu í fangelsi og hverra orð og meiningar eru áreiðanlega ekki lakari eða ógildari en það sem gerist og gengur á þessu bloggi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.6.2014 kl. 21:06

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Fangar eru lokaðir inni vegna afbrota sem þeir hafa framið gegn samfélaginu. Það er ekki hægt að taka orð fanga trúleg án fyrirvara, einfaldlega vegna þess að fyrirfram er vitað að orðin koma frá mönnum sem virða ekki lög og reglur samfélagsins.

Páll Vilhjálmsson, 4.6.2014 kl. 21:24

3 Smámynd: Halldór Halldórsson

Ég er sammála því að það þarf að takmarka aðgang fanga, eða félög þeirra, að samfélagsmiðlum. Og ég er líka sammála þeim sem telja að það þurfi að einangra nokkra af íslenskum, siðspilltum föngum í fangelsi sem gefur þeim engan aðgang að fjölmiðlum  eða neti, nema í gegnum þá sem styðja þá með ráðum og dáð!

Halldór Halldórsson, 4.6.2014 kl. 23:37

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér í færslunni er talað um glæpamenn án allrar aðgreiningar. Menn  geta komist í kast við lögin án þess að vera samviskulausir stórglæpamenn. Margir ágætir menn villast af vegi en reyndar lika miður góðir menn. En þó menn hafi r hafi brotið af sér, fyrir ýmiss konar sakir, er ekki þar með sagt að lita eigi á þá sem algjörlega ómarktæka menn að öllu leyti í orðum og gerðum meðan þeir sitja inni og þeir séu það . Það er útskúfun. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.6.2014 kl. 15:28

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Fangelsi er útskúfun úr mannlegu samfélagi. Orð fanga verður að taka með þeim fyrirvara að þeir hafa brotið alvarlega gegn samfélaginu. Fjölmiðlar sem leggja að jöfnu orð fanga og ódæmdra kunna einfaldlega ekki skil á rétt og röngu.

Páll Vilhjálmsson, 5.6.2014 kl. 17:18

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fangelsi er ekki sama og útskúfun úr mannlegu samfélagi. Þó fangar taki út sína refsingu og séu sviptir frelsi og ýmsum réttindum eru þeir ekki útskúfaðir úr mannlegu samfélagi. Þeir fá heimsóknir, geta komið fram í fjölmilum eins og nú gerðist, geta stundað nám og ýmislegt. Þeir verða ekki sjálfkrafa ómarktækar manneskjur þó eir séu fangar. Og fangar eru ekki einsleitur hópur. Fjölmiðlar birta orð fanga um málefni sem varða þá sjálfa, t.d. ýmsan aðbúnað í fangelsunum  Slíkt er alveg sjálfsagt. Það er ekki verið að leggja þau að jöfnu við eitthvað, bara birta þeirra sjónarmið um það sem þá varða,  eins og svö mörg önnur ummæli í daglegum fréttum. Orðum fanga má gjarna taka með fyrirvara. En ekki bara orðum fanga. Fjölmiðlar mættu gera meira af því að taka a orð þeirra sem þeir tala við með fyrirvara og kanna réttmæri þeirra. Ekki treysti ég orðum fangelsismálastjóra að óreyndu betur en orðum fanga um það sem gerist i fangelsum. Kann ég þó prýðilega skil á réttu og röngu. Held að fjölmiðlar geri það líka.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.6.2014 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband