Stríđ, sekt og ţroski

Sebastien Junger er blađamađur međ stríđ sem sérsviđ. Í viđtali vegna frumsýningar á heimildarmynd um hermennsku, Koregal, segir Junger ađ stríđ ţroski unga menn til ábyrgđar. ,,Sumir hermannanna áttu ekki bíl heima en keyrđu skriđdreka í Afganistan."

Annađ einkenni stríđsreyndra er sektin vegna fallinna félaga. Ţeir sem komast frá hildarleik finna oft til sektar vegna ţeirra sem fórust. Sekt eftirlifenda er ekki bundin viđ hermennsku. Gyđingar sem lifđu herförina fundu til sektar.

Eftirlifendasekt eykur vitundina um hve lífiđ er brothćtt enda rćđur tilviljun oft lífi og dauđa. Byssukúla í enni félaga gćti svo auđveldlega hitt mann sjálfan.

Junger segir stríđ gefa mönnum ţrótt og tilgang. Hermönnum reynist mörgum erfitt ađ ađlagast hversdagslífinu á ný enda ţađ einatt ţróttlítiđ og merkingarlaust. Annar ţrautreyndur stríđsblađamađur, Chris Hedges, segir blákalt ađ stríđ sé afl sem gefi okkur merkingu. ,,Viđ" í orđfćri Hedges vísar til ţeirra sem gefa sig í stríđsţátttöku.

Stríđ býr ađ merkingu ţvert á menningarheima. Ungir múslímskir karlmenn, sem aldir eru upp á Vesturlöndum, leita sér tilgangs međ ţátttöku í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi.

Mótsögnin sem felst í ţví ađ finna lífi sinu tilgang međ athćfi sem deyđir og tortímir er í senn augljós og myrk.

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband