Öskur er kjarninn í samfylkingarpólitík

Móðursýkisleg öskur einkenna samfylkingarfólk. Í gær var mosku-öskur, í dag laxveiði-öskur. Samfylkingarfólk fer í manngreinarálit þegar þeir öskrar og lætur málefni lönd og leið.

Þannig fær borgarfulltrúi Samfylkingar ekki bágt fyrir að sneiða að trúfélögum en frambjóðandi Framsóknarflokksins er sakaður um rasisma vegna tillögu um að afturkalla byggingarleyfi fyrir mosku í þjóðbraut. 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk ekki öskur á sig þegar hún sem borgarstjóri opnaði Elliðaárnar. Þegar Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson opna Norðurá fá þeir á hinn bóginn samfylkingar-öskur.


mbl.is Jóhanna fordæmir laxveiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er rétt hjá þér, Páll. Öskrið virðist vera það eina sem kemur óbrenglað frá þessu fólki.

Ragnhildur Kolka, 4.6.2014 kl. 22:14

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

SEGÐU.....

Helga Kristjánsdóttir, 6.6.2014 kl. 12:37

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvað er langur tími síðan að Ingibjörg Sólrún opnaði Elliðaár. Var það fyrir 11 árum eða svo?  Og var það ekki hefði sem hafði ríkt um áratugi enda Elliðaár í eigu Reykjavíkur væntanlega!  Reyndar var hún borgarstjóri á vegum R listans! Svo væri gaman að vita hvaða samfylkingarfólk öskraði? Man eftir að hafa lesið nokkur undrunar orð frá Vg og ábendingu frá Jóhönnu en ekki þessi gríðarlegu öskur. Enda breyttu bæði Bjarni og Sigmundur Davíð um áætlun frá því að þeir skv. fulltrúa eiganda ætluðu að eiga þarna einn og hálfan dag í ánni!

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.6.2014 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband