Íslensk fiskimið yrðu opin ESB-flotanum

,,Almenna reglan er að fiskiskip sem skráð eru í löndum ESB hafi jafnan aðgang að fiskimiðum allra ESB-ríkja enda falla fiskimiðin undir sameiginlega fiskveiðistefnu ESB."

Ofanritað er orðrétt af vefsíðu Evrópusambandsins. Á ensku: ,,As a general rule, fishing vessels registered in the EU fishing fleet register have equal access to all the EU waters and resources that are managed under the CFP."

Undantekningar eru frá meginreglunni um jafnan aðgang. Strandríki mega halda 12 mílna landhelgi fyrir sig og geta gert kröfu um að strandveiðifloti, sem veiðir allt að 100 mílur frá landi, eigi heimahöfn í viðkomandi ríki. En þessar undanþágur falla úr gildi árið 2022, - eftir átta ár.

Íslendingar hafa núna full yfirráð yfir 200 mílna landhelgi. Ef Ísland yrði ESB-ríki færu yfirráðin yfir landhelginni til Brussel. Samningsréttur okkar um deilistofna, t.d. makríl, færi einnig til Brussel.

 

 


Lissabonsáttmála breytt í Reykjavík

Lissabonsáttmálinn er ígildi stjórnarskrár Evrópusambandsins. Í sáttmálanum segir skýrt og skorinort að Evrópusambandið fari með forræði yfir fiskveiðiauðlindum aðildarríkja. Í útgáfum ESB er útskýrt hvernig ESB breytir fiskveiðistefnu sinni í takt við þau sjónarmið sem ríkjandi eru hverju sinni.

Lissabonsáttmálanum verður ekki breytt nema öll aðildarríki sambandsins samþykki slíkar breytingar. Því er það kúnstugt, svo ekki sé meira sagt, að sérfræðingur á vegum Evrópustofu ákveði á fundi í Reykjavík að sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins myndi ekki gilda fyrir Ísland ef við yrðum aðilar að ESB. 

Er ekki kominn tími til að ESB-sinnar læri að lesa?


Stjórnmálakerfi í brotum, vægi formanna eykst

Almenn vantrú á stjórnmálum eftir hrun brýtur upp flokkakerfið með því að stjórnmálaöflum fjölgar. Fjölgun framboða veldur meiri dreifingu atkvæða og hver og erfiðara verður að finna meirihluta.

Vægi formanna stjórnmálaflokka mun aukast og þess sér þegar merki. Framsóknarflokkurinn getur þakkað formanni sínum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, kosningasigurinn fyrir ári. Að sama skapi veldur misheppnað val á forystumanni skelfilegri kosninganiðurstöðu, nægir þar að nefna stöðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Forystumenn verða samnefnarar fyrir flokka og geta eftir atvikum orðið stærri en flokkarnir, sbr. Sigmund Davíð og Framsóknarflokkinn, eða minni eins og Árni Páll í Samfylkingunni og Halldór H. í Reykjavíkur-Sjálfstæðisflokknum.

Dagur B. Eggertsson verður sigurvegari borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík enda er hann töluvert stærri en Samfylkingin. Af þeim sökum verður Dagur orðinn formaður Samfylkingarinnar áður en árið er úti.


mbl.is Stjórnarmynstrið breytist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband