Stjórnmálakerfi í brotum, vægi formanna eykst

Almenn vantrú á stjórnmálum eftir hrun brýtur upp flokkakerfið með því að stjórnmálaöflum fjölgar. Fjölgun framboða veldur meiri dreifingu atkvæða og hver og erfiðara verður að finna meirihluta.

Vægi formanna stjórnmálaflokka mun aukast og þess sér þegar merki. Framsóknarflokkurinn getur þakkað formanni sínum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, kosningasigurinn fyrir ári. Að sama skapi veldur misheppnað val á forystumanni skelfilegri kosninganiðurstöðu, nægir þar að nefna stöðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Forystumenn verða samnefnarar fyrir flokka og geta eftir atvikum orðið stærri en flokkarnir, sbr. Sigmund Davíð og Framsóknarflokkinn, eða minni eins og Árni Páll í Samfylkingunni og Halldór H. í Reykjavíkur-Sjálfstæðisflokknum.

Dagur B. Eggertsson verður sigurvegari borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík enda er hann töluvert stærri en Samfylkingin. Af þeim sökum verður Dagur orðinn formaður Samfylkingarinnar áður en árið er úti.


mbl.is Stjórnarmynstrið breytist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband