Íslensk fiskimið yrðu opin ESB-flotanum

,,Almenna reglan er að fiskiskip sem skráð eru í löndum ESB hafi jafnan aðgang að fiskimiðum allra ESB-ríkja enda falla fiskimiðin undir sameiginlega fiskveiðistefnu ESB."

Ofanritað er orðrétt af vefsíðu Evrópusambandsins. Á ensku: ,,As a general rule, fishing vessels registered in the EU fishing fleet register have equal access to all the EU waters and resources that are managed under the CFP."

Undantekningar eru frá meginreglunni um jafnan aðgang. Strandríki mega halda 12 mílna landhelgi fyrir sig og geta gert kröfu um að strandveiðifloti, sem veiðir allt að 100 mílur frá landi, eigi heimahöfn í viðkomandi ríki. En þessar undanþágur falla úr gildi árið 2022, - eftir átta ár.

Íslendingar hafa núna full yfirráð yfir 200 mílna landhelgi. Ef Ísland yrði ESB-ríki færu yfirráðin yfir landhelginni til Brussel. Samningsréttur okkar um deilistofna, t.d. makríl, færi einnig til Brussel.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega ég hef líka lesið þetta og veit að það er satt og rétt, og það hefur aldrei verið gefinn afsláttur af þessu hjá ESB. Allt annað er lygi eða óskhyggja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.5.2014 kl. 17:00

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Til að hafa allt nákvæmt, þá hefur hvert aðildarríki 12 sjómílna landhelgi ALLT FYRIR UTAN 12 SJÓMÍLUR ER SAMEIGN LANDA INNAN ESB og frá þessu hefur aldrei verið veitt varanleg undanþága

Jóhann Elíasson, 23.5.2014 kl. 17:50

3 Smámynd: Jón Bjarni

Þetta er ósköp einfaldlega lygi Páll

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika (e. principle of relative stability) er ein af grundvallarreglum sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB (e. Common Fisheries Policy). Henni er beitt við útdeilingu veiðiheimilda til aðildarríkja eftir að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla hafa verið teknar í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðinu.

Reglan byggist á því að hvert ríki fái úthlutað sama hlutfalli í leyfilegum heildarafla frá ári til árs. Hlutfall hvers ríkis grundvallast á veiðireynslu þess á tilteknum stofni eða miðum. Í reglunni er jafnframt tekið tillit til þeirra svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Þegar reglan tók fyrst gildi árið 1983 nr. 170/1983 var litið til þeirrar veiðireynslu sem fiskiskip aðildarríkjanna höfðu aflað sér á árunum 1973-1978. Þegar ný aðildarríki hafa gengið í sambandið hefur verið litið til veiðireynslu þeirra árin fyrir inngönguna í sambandið.

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika á sér nú stoð í reglugerð nr. 2371/2002. Með samþykki aukins meirihluta í ráðinu væri hægt að víkja frá reglunni við úthlutun aflaheimilda hverju sinni og breyta henni varanlega. Við reglulega endurskoðun á sjávarútvegsstefnu ESB sætir reglan sömuleiðis endurskoðun. Hingað til hefur ekki verið pólitískur vilji fyrir breytingum á reglunni og hefur því ekki verið hróflað við henni.

Jón Bjarni, 23.5.2014 kl. 19:23

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ekki bara ESB flotinn heldur allur heimsflotinn.

Þetta væri samt betra fyrir Ísland en kerfi LÍÚ-linga.

Strandbyggðirnar fengju í raun allan aflann! Strandbyggðirnar.

Aaa er það kannski þessvegna sem LÍÚ vill ekki að Ísland verði aðili að Sambandinu?

Að þá geti ekki LÍÚ og framsjallar djöflast á innbyggjum og hrifsað af mönnum lífsbjörgina eftir behag?

Já, held það nefnilega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2014 kl. 20:14

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Bjarni, ekki reyna að fara með svona bull, þar sem viti borið fólk er á ferðinni en ekki eingöngu INNLIMUNARSINNAR.................

Jóhann Elíasson, 23.5.2014 kl. 20:45

6 Smámynd: Elle_

Hann leitar uppi eitthvað sem styður hans skoðun, Jóhann, og notar svo sinn fullyrðingaflaum og lygi.

Elle_, 23.5.2014 kl. 20:57

7 Smámynd: Elle_

Og lífsbjörg Ómars var ICESAVE.

Elle_, 23.5.2014 kl. 20:59

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er búinn að uppgvöta hvert vandamál andsæðinga ESB er þessu viðvíkjandi.

Þeir taka eina og eina setningu bókstaflega. Þeiru álíka og ofsatrúarmenn sem lesa biblíuna.

Það segir sig í raun alveg sjálft eða ætti að koma í ljós eftir örlítinn lestur og athugun að ,,equal access" á ekki að taka lesa bókstaflega þarna.

Eða eru öll ESB ríki að veiða allstaðar eftir behag?

Reyndar hef eg margsagt þeim andsinnum að það hjálpi þeim mikið ef þeir bæta einfaldlega við - if relevant!

Vegna þess, einfaldlega, að það eru aðrar stoðir sem koma inní dæmið. Úthlutun kvóta til ríkja sem ákvarðast ag Hlutfallslegum stöðugleika og veiðireynslu og hefur verið meginstoð CFP frá 1983 og styrkst í sessi allar götur síðan.

Þetta er allt vitað og marg dokkjúmentarað af fræðimönnumtd. af Foss, et al., 2003.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2014 kl. 22:06

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ómar Bjarki, þú ert fínasta dæmi um skopskyn og kaldhæðni skaparans............

Jóhann Elíasson, 23.5.2014 kl. 22:37

10 Smámynd: Elle_

Og ég sem hafði haldið að ESB-istar væru ofsatrúarmennirnir.  Í alvöru er það mín heiðarleg skoðun að fullveldisframsalssinnar ættu að flytja í Brusseldýrðina og láta fullveldi okkar og okkur í friði.  Það er grafasta alvara og ekki skætingur

Elle_, 23.5.2014 kl. 22:38

11 Smámynd: Rafn Guðmundsson

skítt með fiskinn - hvernig ætlum við að vernda konurnar okkar ef við gögnum í ESB

Rafn Guðmundsson, 24.5.2014 kl. 00:00

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Reglan" um hlutfallslegan stöðugleika (þ.e. fiskveiða hvers ríkis í sinni fyllstu landhelgi) er EKKI sáttmálsbundin -- hvorki í stofnsáttmálum Evrópusambandsins né í aðildarsáttmálum einstakra ríkja -- norsk yfirvöld vildu t.d. fá það inn í sinn aðildarsáttmála, en því var harðneitað.

"Reglan" sú arna var búin til af ráðherraráði ESB (þar sem við fengjum heil 0,06% atkvæðavægi!) og er undirorpin breytingu á henni á sama vettvangi eða að verða strokuð út með nýrri ákvörðun sama ráðherraráðs!

Eins er viðmiðið um veiðireynslu (þ.e. tímabil veiðireynslu, sem við skuli miðað) einnig undirorpið því, að ráðherraráðinu er frjálst að gera breytingar á því! Til þess hafa gömlu stórveldin þar hæga aðstöðu, t.d. Bretland og Frakkland, sem hafa stundað hér veiðar.

Það er því engu að treysta í þessu Evrópusambandi fyrir okkur Íslendinga (sem hugsanlega meðlimaþjóð) og sannarlega álösunarvert af pólitískum fulltrúum okkar að leggjast á þá sveif að koma beri þjóðinni í það stórveldabandalag.

Jón Valur Jensson, 24.5.2014 kl. 03:47

13 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika er í raun eins konar vinnuregla hjá Evrópusambandinu sem eins og Jón Bjarni nefnir réttilega er hægt að fella úr gildi hvenær sem er með auknum meirihluta í ráðherraráðinu. Með öðrum orðum án aðkomu Íslands þó landið vri aðili að sambandinu. Eins og fram hefur komið í grænbókum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er reglan hugsuð sem tímabundið fyrirkomulag og ennfremur tryggir hún ekki lengur að aflaheimildir sem úthlutað er af sambandinu til einstakra ríkja haldist þar. Með öðrum orðum er engin trygging fyrir einu eða neinu fólgin í reglunni og hún kæmi ennfremur ekki í veg fyrir það að yfirstjórn íslenzkra sjávarútvegsmála færðist til Evrópusambandsins í samræmi við Lissabon-sáttmálann gengi Ísland í sambandið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.5.2014 kl. 16:03

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Til hvers ætti ESB að fella HS regluna úr gildi? Afþvíbara?

Allt rangt hjá ykkur andsinnum og þið eruð með allt á hælunum og getið aldrei sagt satt orð og bráðlega fer fyrir ykkur eins og goði ykkar í Hollandi sem fékk rauða spjaldið á dögunum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.5.2014 kl. 16:12

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af hverju hefur ESB rætt um það að fella HS-regluna úr gildi eða gera á henni grundvallarbreytingar, Ómar Bjarki? Afþvíbara?

Það er ENGIN trygging fyrir því, að reglan blífi þarna um aldur og ævi. Hún myndi sennilega hverfa ekki löngu (kannski 1-2 áratugum) eftir að stórveldinu tækist að lokka inn Ísland og Noreg. Megi það aldrei verða.

Og bægslagangur þinn og stóryrði koma ekki í stað raka.

Jón Valur Jensson, 24.5.2014 kl. 17:58

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Aldrei verið rætt um það.

Vegna þess einfaldlega að nánast allir eru sammála um þessa stoð í CFP. Og alveg sérstaklega þær þjóðir þar sem fiskveiðar skipta mestu máli.

Það fer enginn að breyta þessu um fyrirsjánlega framtíð.

Þið eruð bara að ljúga þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.5.2014 kl. 19:30

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er sko hreint ekki að ljúga þessu, heldur var þetta tekið fyrir í grænbók Evrópusambandsins sjálfs, eða heldurðu að hinn ESB-sérfróði Hjörtur J. Guðmundsson þekki þetta ekki betur en þú?!

Jafnvel ESB-predikarinn mikli Jón Steindór Valdimarsson, sem skrifaði í Fréttablaðið 4. ágúst 2010 dómadags-ofurbjartsýna grein þar sem hann bar fram trúarjátningu sína á ”reglu” ESB um “hlutfallslegan stöðugleika” í veiðum strandríkja bandalagsins, eins og hún væri eitthvað eilíft til að stóla á, jafnvel hann benti þar á, að Grænbók hafi verið gefin út í apríl 2009, þar sem hugmyndir voru viðraðar um að afnema jafnvel þessa “reglu” (og þetta hefði auðvitað ekki verið viðrað þar, ef ekki væri unnt að hagga við “reglunni”), en sagði síðan, að það yrði ekki, því að ríkin í bandalaginu hafi lýst sig fylgjandi því að halda í regluna.

En tóku lesendur blaðsins eftir því, hvenær viðbrögð meðlimaríkjanna við Grænbókinni áttu sér stað eða voru birt? Það var ekki fyrr en í apríl 2010, sem framkvæmdastjórn ESB gaf út samantekt á athugasemdum og viðbrögðum sem borizt höfðu við bókinni, m.a. frá flestum meðlimaríkjunum. Og þessi tímasetning hefur sína þýðingu.

“En hvaða máli skiptir tímasetningin?” getur einhver spurt. -- Jú, nánast öllu máli. Þetta kom á mjög hentugum tíma fyrir Brusselmenn -- og tíma að þeirra vali! Þá voru liðnir 9 mánuðir síðan Össur og hans stjórnarskrárbrjótandi samherjar á Alþingi sóttu um inngöngu Íslands í ofurríkið á meginlandinu, umsókn þeirra var komin á hreint og umræðan loksins að fara að hefjast hér fyrir alvöru um þessi mál og ekki seinna vænna að fela allt það, sem gat orðið innlimunarferlinu til trafala.

Brusselmenn VISSU, að það yrði áformum þeirra um innlimun og undirokun Íslands til óbætanlegs skaða, ef Íslendingar (þ.m.t. þingmenn) teldu, að “reglan” um “hlutfallslegan stöðugleika” væri á útleið eða alls ekki traust í sessi (hún er reyndar bara reglugerðarákvæði ráðherraráðsins, ekki lagaregla, og ESB-þingið í Strassborg og Brussel ræður engu um hana!).

Þess vegna skipti öllu máli að fá ríkin til að segja nei (í bili!) við þeim hugmyndum að hverfa frá þessari “reglu”, því að ella myndu þær geta komið í veg fyrir innlimun þessa stærsta mögulega fiskistofna-bita sem bandalagsríkin ættu nokkurn tímann kost á.

En að virkilega var verið að hugleiða aðra möguleika en þessa "HS-reglu hans Ómars Bjarka, það lá alveg fyrir og öllum kunnugum alveg ljóst, þótt Ómar Bjarki þykist annaðhvort ekkert vita eða slær öll met í gleymsku.

Jón Valur Jensson, 24.5.2014 kl. 21:05

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það ER áhugi innan Evrópusambandsins á því að AFNEMA "regluna" um hlutfallslegan stöðugleika (þ.e. í fiskveiðum eða fiskveiðihutdeild hvers ESB-ríkis). Um það var einmitt fjallað í grænbókinni árið 2009, úr ranni Evrópusambandsins sjálfs, og hvort sem hugmynd um afnám reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika yrði hrundið í framkvæmd á næstu árum eður ei (vissulega er þeim möguleika ekki mikið flaggað á meðan Ísland er í 'umsóknarferli'!), þá opinbera þessar hugmyndir samt þá staðreynd, að reglan er EKKERT TIL AÐ TREYSTA Á -- það er ekkert sem getur komið í veg fyrir, að henni verði fleygt út í hafsauga, ef ESB og valdakjarni þess kýs það, og þeim mun auðveldara mun ESB eiga með þetta sem hagstæð breyting verður á atkvæðavægi fyrir stórþjóðirnar þar 1. nóv. næstkomandi (já, 2014, eftir rúma 5 mánuði!) þegar hlutur sex þeirra stærstu fer úr 49,3% í 70,4%!, en hlutur Íslands yrði 0,06%! (sjá HÉR!).

Þess vegna er fráleitt fyrir okkur Íslendinga að taka mark á því, þegar ógagnrýnir ESB-taghnýtingar reyna að "fullvissa" okkur um, að þessari "reglu um hlutfallslegan stöðugleika" megi treysta! Þeir kjósa í reynd óvissuna um sjálfa lífshagsmuni okkar, vilja skófla út tryggingum stjórnarskrárinnar fyrir því, að við höfum löggjafarvaldið í okkar höndum og ráðum yfir fiskveiðilögsögu okkar, í fánýtu oftrausti þeirra á forgengilega "reglu" þessa Evrópusambands, sem við gætum aldrei ráðið við!

Það er fráleitt að neita því, að ríkjahópur eða sambandsríki, sem hefur innan borðs gamalt heimsveldi, sem barðist svo harkalega gegn einkarétti okkar á fiskimiðunum innan 50 og 200 mílna, að það sendi hingað vígdreka sína (m.a. tóku 22 brezkar freigátur þátt í síðasta þorskastríðinu 1975-1976, og að minnsta kosti 54 árekstrar áttu sér þá stað við varðskipin okkar*), það er fráleitt að neita því, að sá ríkjahópur muni slá hendinni á móti því að ná yfirráðum yfir fiskveiðum, sem yrðu ekki fjarri því að verða 25% aukning á öllum fiskveiðum Evrópusambandsins!

Svo er ekki aðeins reglan um hlutfallslegan stöðugleika fallvölt og forgengileg, heldur er sjálf reglan um veiðireynslu í tiltekinn árafjölda líka fallvölt og breytanleg, eins og ég vék hér að kl. 03:47; hún er ekki bundin inn í fastskorðaða stofnsáttmála Evrópusambandsins, heldur breytanlegt reglugerðarákvæði. Henni verður einfaldlega breytt, þegar það hentar ... og hentar hverjum? Jú, þeim valdamestu í valdablokkinni, þeim sem hafa öflugustu þrýstihópana í Brussel og mest atkvæðavægið, eins og Bretum, Frökkum, Spánverjum og Þjóðverjum (og jafnvel Hollendingum).

En þar fyrir utan nær það skammt að ræða fiskveiðistefnu Evrópusambandsins án þess að nefna kvótaskipti (á milli meðlimaríkja ESB) og kvótahopp (fölsun heimilisfangs útgerðarfélaga), þar sem hægt er að fara framhjá "reglunni" fyrrnefndu (þeirri forgengilegu, sem maður eins og ÓBK leggur þó nánast höfuð sitt að veði í ofurtrú á). En kvótahoppið hefur verið staðfest með dómi ESB-dómstólsins í Lúxemborg um veiðar í lögsögu Breta í Norðursjó, dómi sem féll Bretlandi í óhag, en Spáni í hag. Það sama mundi gerast hér, ef Ísland færi inn í þetta ríkjasamband, og þá væri það allt eins Bretland eins og Spánn sem knúð gæti fram endurtekningu þess ESB-dómstóls-úrskurðar, Íslandi í óhag, en þeim löndum báðum í hag!

Jón Valur Jensson, 24.5.2014 kl. 21:21

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er svo langt í frá að þó velt sé uppi almennt spurningum í grænbók, að það sé það sama og ESB hafi rætt það. Tvennt ólíkt.

Þið eruð bara að ljúga þessu og hjörtur blaðamaður á LÍÚ mogga er ekki sérfróður um neitt og allt rangt (sennilega visvitandi) sem hann segir um ESB. Allt saman rangt.

Þið eruð sambland af Wilders, UKIP og framsóknarmannaflokknum og vonandi verður ykkur bráðlega sýnt rauða spjaldið eins og Wilders var sýnt í Hollandi á dögunum.

Allt bendr til að þeir Reykvíkingar ætli að sýna ykkur rauða spjaldið eftir fáeina daga og ef svo verður eiga reykvikingar heiður skilið og vondai fylgir svo allt landið á eftir með og tíma. Gefur ykkur rauða spjaldið.

Þið hafið skaðað svo Landið með framferði ykkar og baráttu fyrir sérhagsmunaklíkum, ráðist trekk í trekk að fólkinu í landinu, að óskaplegt er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.5.2014 kl. 22:12

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjörtur er með tvær prófgráður frá HÍ sem báðar tengjast Evrópusambands-rannsóknum -- hafði jafnvel Baldur þinn Þórhallsson meðal leiðbeinenda sinna! Meistaraprófsritgerð Hjartar er um ESB, en ert þú ekki alveg ómenntaður á þessu sviði?

Og þú vogar þér að skrifa eins og þú gerir þarna í lokin, sjálfur með þær þungu syndir á bakinu að hafa barizt fyrir því sleitulaust, að Jóhönnu og Steingrími tækist að leggja Icesave-áþjánina á Íslendinga, þótt við (og ríkissjóður) bæri þar enga ábyrgð, eins og sannaðist í EFTA-dómnum.

Daníel Sigurðsson véltæknifræðingur og Loftur Altice Þorsteinssson verkfræðingur eru með allar staðreyndir málsins hér: http://samstadathjodar.123.is/page/32915 á vefsíðu sem nefnist 'Krónuteljari við svartholið Icesave' þar sem tölurnar hafa verið reiknaðar út skv. ákvæðum Buchheit-samningsins m.v. 9. apríl 2014 (fyrir 46 dögum), og þar ritar Daníel:

"Þann 1. apríl 2014, við 1. ársfjórðungsgreiðslu skv. Icesave III samningnum, væri vaxtakrafan komin í um kr. 75 milljarða í beinhörðum gjaldeyri sem ríkissjóður væri búinn að sjá af í þetta svarthol ef þjóðin hefði ekki hafnað þessum ólögvarða samningi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl 2011." Og lesið geturðu þar áfram: "Ekki er búið að greiða úr þrotabúi gamla Landsbankans nema sem svarar til um 54% af fjárhæðum forgangskrafna þannig að ef heldur sem horfir hefðu vextir haldið áfram að "tikka" vægðarlaust um ókomna tíð ef þjóðin hefði ekki tekið ráðin af hinni gæfulausu og vanhæfu ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Fyrir þessa upphæð mætti lækka skuldir nær 19 þúsund skuldum vafinna heimila í landinu um 4 milljónir hvert. Það þvertók hin lánlausa fráfarandi ríkisstjórn að kæmi til greina. Þvert á móti barðist hún um á hæl og hnakka fyrir því að koma byrðunum af hinum ólögvarða Icesave III samningi á herðar almennings í hnjáliðamýkt sinni gagnvart erlendum kröfuhöfum og ESB.

Á þessum þriggja ára afmælisdegi þjóðaratkvæðagreiðslunnar getur þjóðin minnst þess með stolti að hafa hrist af sér þennan ólánssamning. Í Alþingiskosningunum í fyrra lét þjóðin ekki þar við sitja heldur greip tækifærið og losaði sig við meginn skaðvaldinn þ.e.a.s. sjálfa ríkisstjórnina."

Jón Valur Jensson, 24.5.2014 kl. 23:15

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og rétt eins og Páll og Hjörtur ber ég vitaskuld ekki minnstu ábyrgð á þessum Wilders í Hollandi, ekki frekar en Le Pen-feðginunum frönsku.

En upp á þig ber ég að þú sért öfgamaður í þinni innlimunarstefnu, vilt afsala æðsta löggjafarvaldi yfir Íslandi í krumlurnar á tveimur löggjafarþingum stórveldabandalagsins ESB !

Jón Valur Jensson, 24.5.2014 kl. 23:19

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sami málflutningur = sami grautur.

Háskólagráður segja nú ekki allt. Menn geta alveg bullað þá þeir séu með fimm hákólagráður sem dæmin sanna.

Málið er að drengurinn segir aldrei rétt frá heldur afbakar, rangtúlkar, afskræmir etc. og sennilega mest vísvitandi.

Varðandi Icesavskuld ykkar sjalla, þá er núna komið í ljós að eg hafði rétt fyrir mér en þið rangt. Það var miklu, miklu, miklu mun betra í alla staði fyrir landið og lýðin að reyna ekkert að stela umræddum fjármunum úr vasa heiðvirtra ESB borgara eins og þið vilduð.

Þið verðið að átta ykkur á því að það eru ekkert allir á sama siðferðilega lowi og lágkúruplani og þið eruð. Sem betur fer.

Ykkar low og lágkúra hefur núna komið yfir Landið og lýðinn, bændur, sjómenn OG hjúkrunarkonur með gríðarlegum skaðakostnaði og tjóni sem alls ekki sér fyrir endann á og virðist ætla að verða botnlaus andskotans hít. Allt af ykkar völdum.

Icesaveskuld ykkar verður hinsvegar borguð uppí topp plús álag eins og alltaf var fyrirséð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.5.2014 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband