Jón Ásgeir á bak við kaup Binga á DV

365 miðlar verða fjarskiptafyrirtæki Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Fjölmiðlahluti 365 miðla verður sameinaður DV/Eyjunni/Pressunni undir forystu Björns Inga Hrafnssonar.

Jón Ásgeir er með tögl og haldir á útgáfufyrirtæki Björns Inga sem er þekktur fyrir tengsl sín við útrásarauðmennina allt frá REI-málinu þegar Björn Ingi var í hlutverki borgarfulltrúa að veita auðmönnum aðgang að eigum Orkuveitu Reykjavíkur. ,,Besti díll Íslandssögunnar", var sms-ið sem Björn Ingi fékk frá Jóni Ásgeiri á sínum tíma.

Björn Ingi er kominn með undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu og byrjaður að samþætta DV og Eyjuna/Pressuna. Hvergi er komið fram opinberlega að Jón Ásgeir er maðurinn á bakvið uppgang Björns Inga, sem er með reglulegan Eyju-þátt á 365-miðlum Jóns Ásgeirs.

Samkeppniseftirlitið myndi ekki líta það hýru auga að DV/Eyjan og Pressan auk fjölmiðlahluta 365 miðla yrði eitt og sama fyrirtækið. Enda fer það ekki hátt.


mbl.is 365 miðlar og Tal hafa sameinast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

300 vinstrimenn vilja RÚV

Þarf að ræða þetta eitthvað frekar?


mbl.is Hátt í 300 sýna samstöðu með RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rekum RÚV á frjálsum framlögum

Mælikvarði á meðbyr RÚV í samfélaginu væri að láta fyrirtækið reka sig á frjálsum framlögum annars vegar og hins vegar auglýsingatekjum.

Þegar talsmenn RÚV stinga upp á þessari leið ætti meirihluti alþingis að taka áskoruninni og afnema allar greiðslur til RÚV úr opinberum sjóðum fyrir þriðju atkvæðagreiðslu um ríkisfjármálin eftir helgi.

Við sem teljum RÚV gallaða vöru erum þá ekki lengur neydd til að borga í hítina.


mbl.is Vilja fá að borga tvö þúsund kallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norska krónan hrynur, íslenska krónan stöðug

Norska krónan tekur dýfu gagnvart dollar á meðan sú íslenska er stöðug, eins og Gunnar Rögnvaldsson tekur saman í bloggi.

Í heiminum geisar gjaldmiðlastríð þar sem dollar styrkist en aðrir gjaldmiðlar veikjast, mismikið og mishratt. Fall norsku krónunnar stafar þó fyrst og fremst af hríðlækkandi olíuverði.

Íslenska krónan er traustasti vinur íslensks almennings í þessum ólgusjó alþjóðahagkerfisins. 


mbl.is Spá verðbólgu niður í 0,5-0,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kröfur lækna vondar fyrir samfélagið

Læknar eru með á aðra og þriðju milljón i laun á mánuði og krefjast 50 prósent hærri launa. Kröfur lækna eru ávísun á verra samfélag enda stuðla þær að launaójafnrétti sem OECD segir í nýrri skýrslu að skaði samfélög.

Læknar beita fyrir sér þeim rökum að ef kaupið hækkar ekki hér þá fari þeir til útlanda þar sem þeir fá hærra kaup. Nú háttar þannig til að læknar í Noregi hafa á skömmum tíma fengið á sig kjaraskerðingu upp á 20% vegna falls norsku krónunnar.

Rök lækna um að þeir fari þangað sem best er borgað hverju sinni eru hlægileg enda yrðu þeir eins og hoppandi kanínur á milli gjaldeyrissvæða eftir því hvernig alþjóðahagkerfið hagar sér.


mbl.is Tæp 40% lækna erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband