Sunnudagur, 3. janúar 2010
Blóðugt ár eða friðsælt í boði forseta
Forsetinn ræður nokkru um það hvort árið verði friðsælt eður ei. Synji hann staðfestingu Icesave-frumvarpsins er nokkur von til að þjóðin telji á sig hlustað án þess að ofbeldi sé haft í frammi. Ríkisstjórnin er algjörlega úti á þekju, ætlar að setja lög fyrir gagnaver Björgólfs og binda þjóðina skuldaklyfjar með Icesave-frumvarpinu og í ofaálag framselja fullveldið til Brussel.
Synjun Icesave og afsögn ríkisstjórnarinnar leggur línur fyrir hlédræga starfsstjórn sem heldur í horfinu á meðan þjóðfélagið gerir upp við útrásina.
Við þurfum synjun forsetans af fleiri ein einni ástæðu.
Athugasemdir
Hvaða endemis rugl er þetta ? InDefence listinn er algerlega ómarktækur, það hefur komið í ljós að fólk hefur getað skráð sig þar ótal oft hver einstaklingur. Adres önd, Adolf Hitler og Chaplin koma þar við sögu oftar en eðlilegt má telja.
Á nú bara að hóta ofbeldi af því að Sjálfstæðismenn reyna nú eftir megni að spila sig píslarvotta og hvítþvo sig af því að hafa komið þjóðinni á hvolf, en meirihluti hugsandi fólks er ekki tilbúið að kyngja þeirri steypu ?
hilmar jónsson, 3.1.2010 kl. 01:06
Það er alveg sama hvort maður sé með eða á móti þessum samningi. Ólafur getur ekki samþykkt þetta. Það verður alltaf auðveldara að takast á við afleiðingar samnings, ekki samnings (með eða án fyrirvara)með kosningu í bókunum.
Ólafur hlýtur að vilja vera minnst fyrir að auka veg beins lýðræðis og undirstrika að forsetin hefur hlutverk í þrískiptingu valdsins!
(Hann gæti jafnvel unnið sér fyrir virðulegri mynd á vegg hjá mér)!
Jón Ásgeir Bjarnason, 3.1.2010 kl. 01:07
Mér finnst munurinn á þessum samningi og þeim sem var samþykktur í september 2009 of lítill til að hægt sé að senda í þjóðaratkvæði.
Fyrst septembersamþykktin verður í gildi á meðan, er allt við það sama! Svo hvað eru menn að þvæla! Viltu grautin með rúsinum eða ekki er varla hægt að setja í þjóðaratkvæði.
Ef að viðbættu kæmi "starfsstjórn" sem í þingræði verður að hafa traust meirihluta alþingis hljómar það plan einsog útópía.
Gísli Ingvarsson, 3.1.2010 kl. 01:38
Hvaða endemis rugl er þetta ? InDefence listinn er algerlega ómarktækur, það hefur komið í ljós að fólk hefur getað skráð sig þar ótal oft hver einstaklingur. Adres önd
Indefence skoðar listana og tekur vitleysuna af þeim.
Og Icesave-nauðungin er öll núverandi stjórnar og er sammála Jóni Ásgeiri: Ólafur getur ekki samþykkt þetta.Elle_, 3.1.2010 kl. 01:56
"Út á þekju" er rétta orðalagið, kunnáttu-og úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar er algert og markmiðið virðist eingöngu vera að tryggja mjúkar, hlýjar og öruggar valdasessur undir rassinn á þeim sjálfum fyrir komandi ár og helst áratugi í evrópusambandinu.
Markmiðin þeirra fara á annan veg og skjótlega snúast upp í andhverfu sína; öll sem eitt mun ríkistjórnin bráðlega sitja berrössuð "út á þekju" á köldum klaka, ráðherrastólarnir horfnir og silkisessurnar í Brussel ekki lengur til að dreyma um.
Tek mér bessaleyfi yfir áramótin og þykjist vera völva mér til skemmtunar og sjá árið framundan og þessi framtíðarsýn skemmtir mér alveg ágætlega í augnablikinu.
Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 02:41
Jahá, Jón Ásgeir mynd af forsetanum upp á vegg! Ég ætla að fara að dæmi þínu. Ætla að fá kópíu af mynd í ráðhúsi Þingeyrar,þar sem ég og Ólafur erum ásamt fleiri börnum,að fagna komu þáverandi forseta Íslands,Ásgeiri Ásgeirssyni.
Helga Kristjánsdóttir, 3.1.2010 kl. 02:46
Hér verður friðurinn úti, ef Ólafur Ragnar skrifar undir.
Þjóðin verður að ná að sameinast á ný í einhverri sáttargjörð, til að halda friðinn. Því er ekki um neitt annað að ræða en að þjóðin fái að kjósa um örlög sín, það er eina leiðin til sátta. Og við erum nú bara að tala um örlög af manna völdum en ekki sumra sem telja sig guði í pólitísku stússi sínu.
Hvernig sú kosning fer verðum við svo að virða, eins og við höfum alltaf gert hingað til, þegar gengið er til kosninga hér á landi. Þá verða allir að virða vilja meirihlutans, þegar upp er staðið. Fyrir því er okkar hin eina og sanna lýðræðislega hefð.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 03:46
"Indefence skoðar listana og tekur vitleysuna af þeim".
Sem sagt ritskoðar listana! Gerir það málið betra....?
Ekkert að marka undirskriftir í gegnum tölvu. Sorry
Gísli Ingvarsson, 3.1.2010 kl. 11:47
Ekkert að marka undirskriftir í gegnum tölvu. Sorry
Ómerkilegt að gera lítið úr baráttu landsmanna fyrir örlögum sínum. Geturðu ekki bara farið að borga Icesave sjálfur ef þú endilega vilt eða hvað er það annars sem þú ert að berjast fyrir???
Elle_, 3.1.2010 kl. 12:19
Hilmar og aðrir alfræðingar.
Undirskriftalisti InDefence hefur verið hreinsaður af skemmdaverkaskráningum og ekkert hefur komið fram sem sýnir annað. Hann er afar góður og glæsileg undirstrikun fyrir 70% þjóðarinnar sem krefst að vera tekinn jafngildir öfgakommum hafa andlegan gjörvuleika varðar. Að vera treystandi til að kjósa sjálf um framtíð sína, eins og að kjósa um mannleysurnar á þing. Þing sem aðeins nýtur 12% traust þjóðarinnar. Minnsta traust nokkurrar stofnunar eða fyrirtækis.
Undirskriftarlistinn er búinn að nýtast frábærlega til að minna þjóð, þing og forsetann daglega á að allar kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti þjóðarinnar 70% krefst að lýðræði verði virt.
Hafi þeir þökk fyrir gott starf.
70% fer fram á að réttur sinn verði virtur, og forsetinn er ekki það skini skroppinn að ganga gegn vilja mikils meirihlutans. Engir nema Icesave sinnar hafa viðurkennt að handónýtur málsstaður þeirra er gjörtapaður. Það er frábært og mikil hvatning fyrir forsetann að breyta rétt. Hann gerir sér vel grein fyrir afleiðingum þess að svíkja þjóðina. Gjáin á milli fylkinga er óbrúanleg og á ekki að reyna að brúa. Þeir þingmenn sem kusu með Icesave verða ekki kosnir aftur.
Legg til að sérstakur ofurskattur verði settur á þessi 30% "föðurlandsvina" sem sjá ekkert að því að traðkað verði á lýðræðinu, rétti mikils meirihluta þjóðarinnar, sem nýta má í borga þeim se eiga um sárt að binda vegna Icesave, þó svo að engin lög segja að svo eigi að gera.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.