Fjölskyldur í lagi, fyrirtæki í ólagi

Um 80 prósent fjölskyldna er í skilum og þarf ekki á aðstoð að halda. Fyrirtæki í skiptum við Íslandsbanka eru með öfugt hlutfall; 80 prósent í ólagi. Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð og önnur samtök fyrirtækja þurfa að útskýra fyrir almenningi hvers vegna stór hluti þeirra félagsmanna kunna ekki fótum sínum forráð.

Allsherjarríkisvæðing á atvinnurekstri hlýtur að vera næsta skrefið, ef ekki koma skynsamlegar skýringar á frammistöðu forráðamanna íslenskra fyrirtækja. 

Hvað hafa annars margir forstjóragemsar verið látnir taka pokann sinn?


mbl.is 20% þurfa ekki aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki lausn að ríkisvæða t.d.  bókabúðir.  Lausn ríkisins eftir kennitöluflakk bókabúða á vegum ríksinsins hefur verið að þrefalda verð á ritföngum, í stað þess að tvöfalda það eins og gengisþróunin gaf tilefni til. 

Vandamál fyrirtækjanna felst í því að skuldahliðin er samsett annars vegar af skuldum og hins vegar eigin fé.  Eigið fé hefur samkvæmt gamla trausta módelinu verið á bilinu 33 - 50% af eignum.

Þegar skuldirnar tvöfaldast, þá hverfur þetta eigið fé.

Lausnin á þessu er ekki ríkisvæðing, enda hefur ríkið ekki sýnt neitt af þeirri ráðdeild sem þarf til að reka heimili og fyrirtæki.

Dæmi:

1.  Ríkið gerði beinar ráðstafanir sem hámörkuðu ávinning vogunarsjóða í hruninu, með því að setja á gjaldeyrishömlur.  Ef þær hefðu ekki komið til þá væru erlendu vogunarsjóðurnir vel brenndir og myndu seint reyna aðra árás á íslenska hagkerfið. 

2.  Ríkið hefur ekki gert hið augljósa, að fækka sendiráðum niður í 5.

3.  Ríkið hefur ekki sest niður í naflaskoðun og skilgreint hlutverk sitt í þeim tilgangi að verja mikilvægustu verkefni ríkisins; heilbrigðisþjónustu, menntakerfið, löggæslu og samgöngur.  Fjárhæð sem 400.000 á hverja einustu 4 manna fjölskyldu í landinu er veitt í önnur verkefni enn þau mikilvægustu.

Svona mætti lengi telja, en það verður seint lagt í hendur stjórnmálamanna að taka skynsamlegar ákvarðanir í rekstri.  Dæmi: Orkveita Reykjavíkur, Hitaveita Suðurnesja, Álftanes,  Landsvirkjun o.s.frv.

Það sem bæði heimilin og fyrirtækin þurfa er að fá leiðréttingu vegna þess forsendubrests sem varð í bankarhruninu. 

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 13:34

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hversvegna er okkur boðið 25% leiðrétting en þeim stóru í það minnsta 40% ég spurði þjónustustjóra út í þetta hann sagði að svona væri þetta og við því væri ekkert að segja, ljótt er ef satt er.

Sigurður Haraldsson, 28.12.2009 kl. 00:01

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Hugtakið "viðskiptavild" (Goodwill) hefur verið ofnotað síðustu árin í ársuppgjörum fyrirtækja.  Í rótgrónum fyrirtækjum sem og vel reknum þar sem markhópurinn er öruggur og viðskiptin á stöðugri uppleið er ekki óeðlilegt að myndist viðskiptavild sem bókfærist sem eign gangi fyrirtækið kaupum og sölum, en því er ekki að heilsa varðandi langstærsta hluta þeirra fyrirtækja sem yfirtekin hafa verið í fjárfestingabulli síðustu ára.  Efnahagsreikningar fyrirtækja hafa verið villandi og kennitölur ársreikninga ekki sýnt áreiðanlegar stærðir þar sem menn hafa verið að misnota færslur á viðskiptavild.  Það kemur því ekki á óvart að um 80% fyrirtækja þurfi að lagfæra skuldastöðu sína til að geta lifað af.   Gera þarf kröfur um að færslur á óefnislegum eignum (eins og viðskiptavild) verði leiðréttar, svo efnahagsreikngar sýnir raunverulegar eignir og skuldir.

Jón Óskarsson, 29.12.2009 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband